Saga


Saga - 2020, Blaðsíða 149

Saga - 2020, Blaðsíða 149
námi. Í þessari yfirlitsgrein var Gunnar gagnrýninn á margt í ís - lensk um sögukennslubókum en hann taldi einnig ástæðu til að bregðast við gagnrýni á sögukennslu í grunnskólum sem hann fjall - ar ítarlega um í greininni „Sögukennslu-skammdegið 1983‒1984“. Ekki er hægt að fullyrða hvort vó þyngra í hug hans þegar hann ákvað að ráðast sjálfur í ritun sögukennslubóka. Hann réðst ekki á garðinn þar sem hann var lægstur og hóf ritun kennslubóka fyrir börn. Það eru þrjár bækur sem nefndust Sjálfstæði Íslendinga og komu út árin 1985‒1988 og svo oft eftir það fram að aldamótum. Í þessum bókum fer Gunnar að ýmsu leyti bil beggja miðað við þau sjónarmið sem voru upp í „sögukennslu-skammdeginu“. Áhersla var lögð á sjálfstæð vinnubrögð nemenda og frásagnarhátturinn var persónulegur og teiknimyndasögur Þóru Sigurðardóttur notaðar til að sviðsetja atburði. Á hinn bóginn var einnig töluvert um stað - reyndir í bókunum og yfirlit veitt yfir þróun Íslandssögunnar í heildarsniði. Er ljóst að staða Íslandssögu innan grunnskólanna styrkt ist heldur við útkomu þessara bóka en framtíð hennar hafði verið í nokkru uppnámi eins og skammdegisumræðan var til marks um. Upp úr 1999 var þessum bókum hins vegar rutt til hliðar þegar Námsgagnastofnun gekkst fyrir samningu nýrra bóka á grundvelli nýrrar aðalnámskrár.21 Gunnar var ekki sáttur við þá ráðstöfun enda má um hana deila en það er hins vegar staðreynd að bækur Gunnars voru mun ítarlegri og veittu rækilegra yfirlit yfir þróun Íslandssögunnar en þær bækur sem síðar hafa verið notaðar í Ís - lands sögukennslu. Gunnar hafði einnig hug á að koma að gerð kennslubóka fyrir framhaldsskóla og gerði fyrst tilraun með slíka ritun í námskeiði í Háskólanum veturinn 1981‒1982 en fékk svo Braga Guðmundsson sem þá var menntaskólakennari á Akureyri með sér í að semja kennslubókina Uppruni nútímans. Hún var gefin út hjá Máli og menn ingu árið 1988 og var þá þegar tekin í almenna notkun víða í framhaldsskólum. Bókin Samband við miðaldir kom út árið 1989 en hana samdi Gunnar ásamt hópi sagnfræðinema í tveimur mismun- andi námskeiðum árin 1984 og 1986. Þriðja framhaldsskólakennslu- bókin í Íslandssögu, Kóngsins menn, kom svo út árið 1990. Á fáeinum árum varð því umbylting á kennslubókakosti í Íslandssögukennslu í framhaldsskólum sem rekja má til þessa framtaks. Með breyting - þúsundþjalasmiðurinn gunnar karlsson 147 21 Sama heimild, bls. 235. Saga vor 2020.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 22.4.2020 14:44 Page 147
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228

x

Saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Saga
https://timarit.is/publication/775

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.