Saga - 2020, Blaðsíða 79
innar og öryggi.2 Þeir forsetar sem fylgdu í kjölfar Monroes áttu eftir
að túlka kenningu hans eftir sínu höfði en kannski enginn með rót-
tækari hætti en Franklin D. Roosevelt sem gegndi forsetaembættinu
frá 1933 til 1945. Í aðdraganda seinni heimsstyrjaldarinnar juku
Bandaríkjamenn til að mynda afskipti sín af Rómönsku Ameríku á
grundvelli Monroe-kenningarinnar.3
Roosevelt hafði þegar í aðdraganda seinni heimsstyrjaldarinnar
leitað leiða til að leggja Bretum lið með beinum og óbeinum hætti í
yfirvofandi átökum við aðrar þjóðir. Skömmu eftir hernám Breta á
Íslandi í maí 1940 færðu íslensk stjórnvöld það í tal við þau banda-
rísku að þau tækju yfir hervernd Íslands og vísuðu í því sambandi
til Monroe-kenningarinnar.4 Beiðnin var tekin til skoðunar af hálfu
Bandaríkjamanna og á næstu mánuðum fór fram talsverð umræða
um það bæði í bandarískum fjölmiðlum og stjórnkerfinu hvernig
skilgreina bæri vesturhvel jarðar.5 Í upphafi árs 1941 flutti Roose -
velt venjubundið ávarp Bandaríkjaforseta um „stöðu ríkjasam bands -
ins“ (e. The State of the Union) þar sem hann færði rök fyrir láns- og
leigu hjálpinni en hún fól í sér að nýta ætti iðnaðar mátt Banda ríkj -
anna í þágu Bandamanna.6 Röksemdafærsla forsetans gekk út á að
Banda ríkjamönnum bæri skylda til að leggja þeim þjóðum lið sem
verðu vesturhvel jarðar fyrir árásarherjum. Um leið fæli stuðningur
við þessar þjóðir í sér yfirlýsingu um trú á lýðræði og frelsi á
heimsvísu. Frelsið greindi hann í fjóra þætti (e. the Four Freedoms):
1) tjáningarfrelsi, 2) trúfrelsi, 3) frelsi undan skorti og 4) frelsi frá
ótta.7
„einn bezti grundvöllur fyrir þróun …“ 77
2 Michael Thomas Corgan, „Aðdragandinn vestanhafs að hervernd Banda ríkja -
manna á Íslandi 1941“, þýðandi Unnur Ragnarsdóttir, Saga XXX (1992), bls. 123–
159, hér bls. 125.
3 Justin Hart, Empire of Ideas. The Origins of Public Diplomacy and the Transformation
of U. S. Foreign Policy (Oxford og New york: Oxford University Press 2013), bls.
20–21.
4 Valur Ingimundarson, Í eldlínu kalda stríðsins. Samskipti Íslands og Bandaríkjanna
1945–1960 (Reykjavík: Vaka-Helgafell 1996), bls. 181–189.
5 Michael Thomas Corgan, „Aðdragandinn vestanhafs að hervernd Bandaríkja -
manna á Íslandi 1941“, bls. 132–137.
6 Hér er stuðst við orðalag úr Þór Whitehead, „Hlutleysi Íslands á hverfanda
hveli 1918–1945“, Saga XLIV:1 (2006), bls. 21–64, hér bls. 38.
7 Jeffrey A. Engel, „The Scene, the Phrase, and the Debate“, The Four Freedoms.
Franklin D. Roosevelt and the Evolution of an American Idea. Ritstj. Jeffrey A. Engel
(Oxford og New york: Oxford University Press 2015), bls. 15–38, hér bls. 25–26.
Saga vor 2020.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 22.4.2020 14:44 Page 77