Saga - 2020, Blaðsíða 173
fjölþættum hlutverkum sem síðar hafa færst yfir til annarra. Þannig komu
þeir að málefnum sem nú flokkast sem mennta-, félags-, velferðar- og jafn -
vel heilbrigðismál auk þess sem þeir önnuðust lýðfræðilegar skráningar
hver á sínu starfssvæði. Munaði þar mest um starf prestanna úti í sóknum
landsins. Af þeim sökum urðu þar til heimildir sem nú nýtast á fjölmörgum
sviðum félags- og menningarsögu í víðtækri merkingu auk kirkjusögunnar.
Það skýrir mikilvægi þess að uppsláttarverk af því tagi sem sóknarsagan er
sé aðgengilegt.
Mörg hinna lög- eða hefðbundnu verkefna sinna urðu prestar og pró-
fastar að vinna í samvinnu við hreppstjóra og sýslumenn. Saga hinna kirkju-
legu starfseininga hefst því með yfirliti yfir sveitarfélög í landinu fram til
1990 og varpar það ljósi á tengingu þeirra og kirkjulegu starfseininganna.
Þannig er rannsakendum auðveldað að samnýta skjöl úr hinum staðbundnu
kirkjulegu og veraldlegu skjalasöfnum sem oft er nauðsynlegt til að skapa
heildstæða mynd. Síðan tekur meginefni ritsins við, yfirlit yfir mörk presta-
kalla og sókna og þær breytingar sem orðið hafa í þessu efni í tímans rás.
Samkvæmt gamalli hefð hefst yfirferðin á norðausturmörkum Skálholts -
stiftisins forna og síðan er haldið suður og vestur um land. Nær fyrra bindið
yfir Austfirðinga- og Sunnlendingafjórðung en síðara bindið yfir hina fjórð -
ungana tvo.
Bókunum fylgja tvö laus kort sem gerð eru af Alta ráðgjafarfyrirtæki og
Kríu hönnunarstofu eftir forsögn Bjarkar Ingimundardóttur. Annað sýnir
skiptingu landsins í prestaköll og þing 1801 en hitt 1920. Á vefsvæði Þjóð -
skjalasafns má svo fá fyllri mynd í þessu efni en auk fyrrnefndra korta er
þar að finna stafræn kort miðað við 1890 og 1970 og raunar meira efni sem
tengist ritinu. Á tímabilinu sem kortin tvö spanna hafði orðið mikil fækkun
prestakalla og munar þar mestu um lagasetningar 1880 og 1907 sem miðuðu
að einföldun í þessu efni. Árið 1737 munu prestaköll til að mynda hafa verið
198 hér á landi. 1880 var ákveðið að þau yrðu 141 og loks voru þau orðin
105 talsins árið 1912 samkvæmt löggjöfinni frá 1907. Í bæði skiptin skyldi
sameina prestaköll og/eða leggja þau niður við starfslok þjónandi prests.
Breytingarnar sem lögin kváðu á um tóku því langan tíma og sumar náðu
aldrei fram að ganga, oftast vegna andstöðu heimamanna. Nokkur munur
er því á ímynd og raunmynd í þessu efni. Einkum urðu áhrif safnaðanna
sterk hvað þetta varðar eftir 1907 er safnaðar- og héraðsfundum var ætlað
að taka afstöðu til breytinganna (Einar Arnórsson, Íslenzkur kirkjuréttur,
Reykja vík, 1912, bls. 51–54). Árið 1801 var algengt að aðeins ein sókn væri í
prestakalli þótt mörg prestaköll skiptust í tvær. Flestar urðu sóknirnar fjórar
í prestakalli og voru aðeins fá dæmi um það. Eftir 1907 var ekki óalgengt að
sex sóknir væru í prestakalli. Prestaköllin, miðlagið í skiptingu landsins í
kirkjuleg starfssvæði, voru því mun sveigjanlegri en sóknirnar, sem mynd -
uðu neðsta lagið, sem og efri lögin, þ.e. skiptingin í prófastsdæmi og bisk-
upsdæmi en um aldamótin 1800 voru fornu biskupsdæmin tvö sameinuð í
ritdómar 171
Saga vor 2020.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 22.4.2020 14:44 Page 171