Saga


Saga - 2020, Side 186

Saga - 2020, Side 186
Guðmundur Magnússon, FRÁ ÞJÓÐARSÁTT TIL LÍFSKJARASAMN- INGS. SAMTÖK ATVINNULÍFSINS 1999–2019. Samtök atvinnulífsins. Reykjavík 2019. 156 bls. Myndir, tilvísanir og heimildir. Árið 2004 kom út bókin Frá kreppu til þjóðarsáttar. Saga Vinnuveitenda sam - bands Íslands 1934 til 1999 eftir Guðmund Magnússon sagnfræðing. Samtök atvinnulífsins gáfu bókina út en þau höfðu þá nýlega tekið til starfa. Ritið er ítarlegt og ágætlega frá því gengið. Í því eru hefðbundnar bóklegar upp - lýsingar, eftirmáli þar sem sagt er frá tilurð verksins og markmiðum þess, tilvísanir og heimildir og loks skrá yfir mannanöfn. Nú hafa sömu samtök, SA, látið skrá 20 ára sögu sína og fengið til þess sama mann og áður. Titill bókarinnar er Frá þjóðarsátt til lífskjarasamnings og undirtitill Samtök atvinnu- lífsins 1999–2019. Fjöldi ljósmynda í lit prýða ritið. Það er fallega hannað og veglegur prentgripur. Tvennt vekur athygli þegar fyrstu blaðsíðum bókarinnar er flett. Það fyrra eru takmarkaðar útgáfuupplýsingar aftan á titilsíðu. Nú er orðið mjög algengt að geta til dæmis prófarkalesara og þess eða þeirra sem sáu um myndaritstjórn en um þá eru engar upplýsingar í bókinni. Á þessu er vakin athygli hér því eins og nánar verður fjallað um á eftir er hvoru tveggja prófar kalestri og myndaritstjórn ábótavant. Það síðara sem vekur athygli eru feilar í efnisyfirlitinu. Þar eru 17 tölusettir kaflar en í rauninni eru þeir bara 14. Aftast í ritinu eru þrjár skrár og þar hafa þær, eins og rétt er, ekkert kaflanúmer. Þær eiga eðli máls samkvæmt heldur ekki að hafa kaflanúmer í efnisyfirlitinu. Í bókinni er hvorki formáli né eftirmáli. Lesandinn hefur því engar upplýsingar um bakgrunninn, til dæmis hvað varð til þess að ráðist var í verkið, hvað réð efnistökum og hvert er markmiðið með ritinu. Í fyrri bók Guðmundar, um Vinnuveitendasambandið, er eftirmáli og þar kemur fram á bls. 301 að sú stefna hafi verið mörkuð í upphafi að ekki skyldi samin hefðbundin félagssaga heldur lögð megináhersla á að setja starfsemi sam- bandsins í þjóðfélagslegt samhengi og reyna að varpa ljósi á hver áhrif þess voru á þeim 65 árum sem það starfaði. Ljóst er að höfundur beitir sömu efnis tökum í nýju bókinni. Í henni er fyrst og fremst fjallað um kjarasamn- ingana sem Samtök atvinnulífsins hafa átt aðild að en sáralítið um annað starf þeirra. Í bókarlok eru skrár um formenn, framkvæmdastjóra og annað starfsfólk samtakanna en það skal játað að sá sem þessar línur skrifar saknaði kafla um skrifstofuhald og daglegt amstur starfsfólksins. Fyrsti kafli, Upphaf Samtaka atvinnulífsins, hefst á stuttri almennri kynningu á innihaldi hans. Það sama er gert í öðrum köflum og gefur sú til- högun góða raun. Höfundur nefnir í upphafi þær miklu breytingar sem urðu á þjóðfélaginu um 1990 og segir þær hafa orðið til þess að sú skoðun fékk hljómgrunn að breyttir tímar kölluðu á nýjar áherslur og skýrari verka- ritdómar184 Saga vor 2020.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 22.4.2020 14:44 Page 184
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.