Saga - 2020, Blaðsíða 186
Guðmundur Magnússon, FRÁ ÞJÓÐARSÁTT TIL LÍFSKJARASAMN-
INGS. SAMTÖK ATVINNULÍFSINS 1999–2019. Samtök atvinnulífsins.
Reykjavík 2019. 156 bls. Myndir, tilvísanir og heimildir.
Árið 2004 kom út bókin Frá kreppu til þjóðarsáttar. Saga Vinnuveitenda sam -
bands Íslands 1934 til 1999 eftir Guðmund Magnússon sagnfræðing. Samtök
atvinnulífsins gáfu bókina út en þau höfðu þá nýlega tekið til starfa. Ritið er
ítarlegt og ágætlega frá því gengið. Í því eru hefðbundnar bóklegar upp -
lýsingar, eftirmáli þar sem sagt er frá tilurð verksins og markmiðum þess,
tilvísanir og heimildir og loks skrá yfir mannanöfn. Nú hafa sömu samtök,
SA, látið skrá 20 ára sögu sína og fengið til þess sama mann og áður. Titill
bókarinnar er Frá þjóðarsátt til lífskjarasamnings og undirtitill Samtök atvinnu-
lífsins 1999–2019. Fjöldi ljósmynda í lit prýða ritið. Það er fallega hannað og
veglegur prentgripur.
Tvennt vekur athygli þegar fyrstu blaðsíðum bókarinnar er flett. Það
fyrra eru takmarkaðar útgáfuupplýsingar aftan á titilsíðu. Nú er orðið mjög
algengt að geta til dæmis prófarkalesara og þess eða þeirra sem sáu um
myndaritstjórn en um þá eru engar upplýsingar í bókinni. Á þessu er vakin
athygli hér því eins og nánar verður fjallað um á eftir er hvoru tveggja
prófar kalestri og myndaritstjórn ábótavant. Það síðara sem vekur athygli
eru feilar í efnisyfirlitinu. Þar eru 17 tölusettir kaflar en í rauninni eru þeir
bara 14. Aftast í ritinu eru þrjár skrár og þar hafa þær, eins og rétt er, ekkert
kaflanúmer. Þær eiga eðli máls samkvæmt heldur ekki að hafa kaflanúmer
í efnisyfirlitinu.
Í bókinni er hvorki formáli né eftirmáli. Lesandinn hefur því engar
upplýsingar um bakgrunninn, til dæmis hvað varð til þess að ráðist var í
verkið, hvað réð efnistökum og hvert er markmiðið með ritinu. Í fyrri bók
Guðmundar, um Vinnuveitendasambandið, er eftirmáli og þar kemur fram
á bls. 301 að sú stefna hafi verið mörkuð í upphafi að ekki skyldi samin
hefðbundin félagssaga heldur lögð megináhersla á að setja starfsemi sam-
bandsins í þjóðfélagslegt samhengi og reyna að varpa ljósi á hver áhrif þess
voru á þeim 65 árum sem það starfaði. Ljóst er að höfundur beitir sömu
efnis tökum í nýju bókinni. Í henni er fyrst og fremst fjallað um kjarasamn-
ingana sem Samtök atvinnulífsins hafa átt aðild að en sáralítið um annað
starf þeirra. Í bókarlok eru skrár um formenn, framkvæmdastjóra og annað
starfsfólk samtakanna en það skal játað að sá sem þessar línur skrifar
saknaði kafla um skrifstofuhald og daglegt amstur starfsfólksins.
Fyrsti kafli, Upphaf Samtaka atvinnulífsins, hefst á stuttri almennri
kynningu á innihaldi hans. Það sama er gert í öðrum köflum og gefur sú til-
högun góða raun. Höfundur nefnir í upphafi þær miklu breytingar sem
urðu á þjóðfélaginu um 1990 og segir þær hafa orðið til þess að sú skoðun
fékk hljómgrunn að breyttir tímar kölluðu á nýjar áherslur og skýrari verka-
ritdómar184
Saga vor 2020.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 22.4.2020 14:44 Page 184