Saga - 2020, Blaðsíða 167
Það mætti ætla að konur sem gengu í hjónaband og stofnuðu eigið bú
hefðu átt betri ævi en þær sem voru í vinnumennsku en í raun sýnir saga
Guðrúnar Ketilsdóttur að það gat verið þveröfugt. Það sem verður henni að
falli, um tíma alla vega, er að hún gengur í hjónaband. Þegar eiginmaður
hennar bregst henni bæði fjárhagslega og í tryggðum er það staða hennar
sem giftrar konu sem tekur frá henni bæði eignir og réttindi. Í kvæðum
skáldprestanna sr. Stefáns Ólafssonar (1618/1619–1688) og sr. Bjarna Giss -
urar sonar (1621–1712) sem hafa titlana „Um heilbrigt húsgangsfólk“, „Oflát -
ungakvæði“, „Griðkonukvæði“, „Vinnumannakvæði“ og „Ómennsku kvæði“
er deilt á vinnufólk fyrir að vera of sjálfstætt og metnaðargjarnt, ætla sér of
mikið og þar á meðal þá ósvífni að vilja endilega ganga í hjónaband og
stofna eigið heimili sem oft endi með ósköpum. Kvæðin endurspegla að
sjálfsögðu hrokafulla og ósanngjarna afstöðu yfirstéttarinnar — en um leið
að einhverju leyti harðan veruleika.
Síðast en ekki síst er ævisaga Guðrúnar mjög athyglisverð vegna þess að
þar er talað opinskátt og tæpitungulaust um samband hennar við karlmenn.
Orð hennar endurspegla þá viðkvæmu stöðu sem vinnukonur voru í gagn-
vart karlmönnum, bæði þeim sem tilheyrðu sömu stétt og þær en auðvitað
ekki síður þeim sem voru hærra settir í samfélaginu: „Þorsteinn leitaði ásta
við mig, en eg beit hann af mér. Guðmundur í Hamarkoti vildi að einnig, en
eg var ráðvandari en svo, að eg væri hverjum strák að vilja“ (Sagan af Guð rúnu
Ketilsdóttur, bls. 155). Eins og Guðný bendir á byggðist velgengni Guðrúnar
í starfi meðal annars á því að hún yrði ekki barnshafandi og líklegt er að hún
hafi gert sér það fyllilega ljóst.
Lýsing Guðnýjar á dvöl Guðrúnar hjá sýslumanninum á Espihóli er
athyglisverð og minnir á hve stutt var í raun milli efri og neðri stéttar og að
allir áttu mikið undir því að vinna saman. Það er líka mjög trúlegt að hún
hafi lært margt gagnlegt hjá sýslumannshjónunum og þannig orðið eftirsótt-
ari vinnukraftur sem gat gert kröfur. Samanburður við ævi og örlög annarra
í fjölskyldu Guðrúnar er einnig áhugaverður, til dæmis kemur fram að yngri
systir hennar gerðist vinnukona hjá kaupmanni á Akureyri og átti með hon-
um barn (bls. 86).
Lítið dæmi úr daglega lífinu er allur sá fjöldi sálma og bæna sem vinnu-
konur á heimili sýslumannsins á Espihóli kunnu utan að samkvæmt skráð -
um heimildum (bls. 92). Það segir ýmislegt um viðtökur og notkun trúarlegs
kveðskapar fyrr á öldum svo og um það hvernig sálmar og aðrir textar kom-
ust til skila, óháð lestrarkunnáttu, og varðveittust í munnlegri geymd.
Ég hef fátt út á þessa bók að setja en tvær aðfinnslur eru óhjákvæmi -
legar: Guðný vitnar í heimildina Ungdómsskrá þar sem sóknarpresturinn
sr. Erlendur skráði þekkingu barna árið 1765 þegar Guðrún var sex ára göm-
ul. Þar hefur prestur skrifað um Guðrúnu, söguhetju okkar: „b.v. ps. og sp.“
Þetta túlkar Guðný þannig að fyrir utan bænir, vers og fermingarspurningar
hafi Guðrún kunnað nokkra passíusálma og telur víst að um sé að ræða
ritdómar 165
Saga vor 2020.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 22.4.2020 14:44 Page 165