Saga - 2020, Blaðsíða 92
Í viðtali sem tekið var við Arnason í upphafi áttunda áratug -
arins sagði hann frá því að mjög lítil þekking og reynsla hefði verið
fyrir hendi í bandarískum stofnunum þegar kom að menningar-
samskiptum og alls engin þegar menningarsamskipti við ríki Evrópu
voru annars vegar.54 Hann hafi til að mynda ekki verið ráðinn til
OWI vegna þess að hann var listfræðingur en það hafi engu að
síður hvarflað að honum að menntun hans gæti komið að gagni.
Því afréð hann að panta fimm hundruð skyggnur með evrópskri og
bandarískri list sem hann gæti notað til fyrirlestrahalds.55 Háskóli
Íslands vildi njóta krafta hans og bauð honum að halda fyrirlestra
á ensku. Voru þeir fluttir 23., 26. og 30. mars 1943.56 Fyrsti fyrirlest-
urinn var almenns eðlis og bar hann yfirskriftina: „Hvernig skoða
beri myndir“. Annar fyrirlesturinn var helgaður franskri málaralist
á nítjándu og tuttugustu öld. Sá þriðji og síðasti fjallaði um banda-
ríska málaralist, aðallega á nítjándu og tuttugustu öld, með sér -
stakri áherslu á evrópsk áhrif annars vegar en hins vegar vildi
Arnason „rekja og útskýra, að hverju og hve miklu leyti ameríska
málaralistin er sér stæð og þjóðleg“.57 Í kjölfar þessara fyrir lestra
hélt Arnason erindi vítt og breitt um landið en fljótlega hafði hann
náð nægilega góðum tökum á íslensku til að flytja mál sitt á henni.
Ritstjórar íslenskra blaða og tímarita tóku líka að óska eftir því að
hann legði þeim til efni og á næstu misserum birtust greinar eftir
Arnason um höggmyndalist, arkitektúr og myndlist.58 Einnig var
haukur ingvarsson90
54 Sama heimild.
55 Hjörvarður Árnason, „Alþjóðleg menningarsamskipti og bandarísk list: Erindi
Hjörvarðar Árnasonar á samkomu Íslenzk-ameríska félagsins á degi Leifs
heppna 9. október“, Lesbók Morgunblaðsins 6. nóvember 1966, bls. 5–7 og 12, hér
bls. 16.
56 Árbók Háskóla Íslands: Háskólaárið 1942–1943 (Reykjavík: Ríkisprentsmiðjan
Gutenberg 1944), bls. 14.
57 B.G., „Háskólafyrirlestrar um nútíma-málaralist: Hjörvarður Árnason flytur 3
erindi fyrir almenning, á ensku“, Vísir 19. mars 1943, bls. 2.
58 Hjörvarður Árnason, „Nútíma byggingarlist“, Jörð 4: 5 (1943), bls. 383–389;
Hjörvarður Árnason, „Listastefnur í Evrópu og Ameríku: I. Endurreisn til rok -
okó“, Helgafell 3:1–4 (1944), bls. 102–112; Hjörvarður Árnason, „Listastefnur í
Evrópu og Ameríku: II. Klassíska, rómantíska, realismi“, Helgafell 3:5–10 (1944),
bls. 316–326; Hjörvarður Árnason, „Listastefnur í Evrópu og Ameríku: III.
Þróunarferill impressjónismans“, Helgafell 4:2 (1945), bls. 134–142. Á eftir þriðja
hluta umfjöllunarinnar birtist athugasemd þar sem segir að sennilega hefjist
„meginþáttur þessa yfirlits“ í næsta hefti. Hann verði í tveimur köflum og
nefnist „Nútímamyndlist“. Því miður birtist niðurlag umfjöllunarinnar ekki í
Saga vor 2020.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 22.4.2020 14:44 Page 90