Saga - 2020, Blaðsíða 55
sú að sjúkdómurinn væri tregsmitandi.40 Öllum var ljóst að Ólafi
var heitt í hamsi. Ekki bætti úr skák að gróusögur gengu meðal
bæjar búa um veikindi Nathans og ástæður þess að Ólafur tók hann
með sér frá Rússlandi. Ein var sú að veikindi drengsins stöfuðu af
því að hann væri haldinn kynsjúkdómi en önnur að hann þýddi
bréf sem Lenín átti að hafa sent Ólafi frá Moskvu.41 Kviksögur sem
þessar fóru illa í Ólaf og liðsmenn hans. Í grein sem Ólafur birti dag-
inn áður en Nathan átti að fara af landi brott lagði hann áherslu á að
málið væri af pólitískum rótum runnið og hét því að verja drenginn
hvað sem það kostaði.42
Átökin í Suðurgötu
Þegar ljóst var að Ólafur og liðsmenn hans ætluðu að verja Nathan
skipaði stjórnarráðið Jóni Hermannssyni, lögreglustjóranum í Reykja -
vík, að framkvæma brottflutning drengsins með lögregluvaldi. Lög -
reglan hóf aðgerðir að morgni 18. nóvember með því að senda Erling
Pálsson yfirlögregluþjón heim til Ólafs en ætlunin var að fá hann til
að láta Nathan af hendi með góðu. Ólafur tók Erlingi hins vegar
fálega og sagði að drengurinn væri ekki heima. Erlingur sneri frá
sannfærður um að hindra ætti lögregluna við störf sín.43 Á sama
tíma sendi Ólafur þá Hendrik Ottósson stúdent og Jón Markússon
sjómann út í bæ að safna liði. Þegar Hendrik kom aftur í Suðurgötu
var fjölmenni í götunni, bæði lögreglumenn og verkafólk.44 Fljótlega
kom þó í ljós að fleiri voru á vettvangi en reglulegir lögreglumenn.
Fóru þar fremstir í flokki hópur slökkviliðsmanna og sjálfboðaliðar
úr „Skotfélagi Reykjavíkur“ sem Axel Túliníus fyrrverandi sýslu -
maður hafði safnað saman en hann hafði áður fyrr starfað sem lög-
regluþjónn í Kaupmannahöfn.45
„sveinn nokkur kom frá rússíá“ 53
40 Ólafur Friðriksson, „Rússneski drengurinn“, Alþýðublaðið 17. nóvember 1921,
bls. 1–2; Ólafur Friðriksson, „Föðurlausi drengurinn“, Alþýðublaðið 18. nóvem-
ber 1921, bls. 1; Ólafur Friðriksson, „Svar til Guðmundar Hannessonar“, Al -
þýðu blaðið 18. nóvember 1921, bls. 1–2.
41 Ólafur Friðriksson, „Rússneski drengurinn“, Alþýðublaðið 17. nóvember 1921,
bls. 1; Haraldur Jóhannsson, Klukkan var eitt, bls. 54.
42 Ólafur Friðriksson, „Rússneski drengurinn“, Alþýðublaðið 17. nóvember 1921,
bls. 2.
43 Réttvísin gegn Ólafi Friðrikssyni, bls. 24.
44 Hendrik Ottósson, Hvíta stríðið, bls. 35–36.
45 Alþingismannatal 1845–1975 (Reykjavík: Skrifstofa Alþingis 1978), bls. 36.
Saga vor 2020.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 22.4.2020 14:44 Page 53