Saga - 2020, Blaðsíða 194
Árni Snævarr, MAÐURINN SEM ÍSLAND ELSKAÐI. PAUL GAIMARD
OG ÍSLANDSFERÐIR HANS 1835–1836. Mál og menning. Reykjavík
2019. 497 bls. Myndir, kort, yfirlit yfir verk úr Íslands- og Norður landa -
ferðum Gaimards, mannanafnaskrá.
Allt frá í öndverðu hafa Íslendingar verið uppteknir af áliti annarra á sér
eins og títt er um hópa sem eru jaðarsettir. Það voru Íslendingar sannarlega
á fyrri hluta nítjándu aldar, fáir, fátækir, smáir og úr alfaraleið. Fáir veittu
þessu fólki og landinu sem það bjó í athygli. Það hafði lítið annað að bjóða
en fisk, þar voru engir bæir, vart nokkrar mennta- eða menningarstofnanir.
Helst var landið kunnugt fyrir eldsumbrot og þeim fór smám saman fjölg -
andi sem vissu að í fyrndinni höfðu verið skrifaðar þar bækur.
Um aldir höfðu erlendir gestir á Íslandi fyrst og fremst verið embættis -
menn danska ríkisins, kaupmenn og sjómenn sem stunduðu veiðar við
landið. Þetta breyttist á ofanverðri átjándu öld. Þá fóru erlendir rannsóknar -
leiðangrar og ferðamenn að venja komur sínar þangað, fáir í fyrstu en fór
smáfjölgandi þegar leið á nítjándu öld. Iðulega fjölluðu þessir gestir um veru
sína á landinu í bókum sem þeir gáfu út. Slík útgáfa og umfjöllun hefur ætíð
vakið athygli hér á landi. Væri umfjöllunin neikvæð var höfundunum og
verkum þeirra hallmælt og valin hrakyrði. Dithmar Blefken sem skrifaði um
Ísland snemma á sautjándu öld verður til dæmis aldrei fyrirgefið. Á hinn
bóginn hafa þeir höfundar og ferðalangar sem hafa rætt og ritað vinsamlega
um Ísland og Íslendinga verið lofaðir og kallaðir Íslandsvinir. Einn þeirra er
Paul Gaimard.
Árni Snævarr sagnfræðingur og blaðamaður hefur skrifað nærri 500
síðna bók um Íslandsleiðangra Pauls Gaimard, manns sem er nú alls óþekkt -
ur í heimalandi sínu en alkunnur hérlendis. Kunnastur er hann vegna
mynd anna sem urðu til í leiðöngrunum tveimur. Alls voru gefin út 11 bindi
eftir leiðangurinn, þar af þrjú eingöngu með myndum. Umfjöllun um
textabindin hefur ekki verið mikil hérlendis og má gegna nokkurri furðu.
Það er rétt metið hjá Árna að ein skýringin á því er sú að allt of fáum er
frönsk tunga töm og aðeins eitt þeirra hefur verið þýtt á íslensku. En nú er
bætt um betur. Feril þessa ágæta manns, Íslandsleiðangrana og ýmislegt
annað, ræðir Árni Snævarr í bók sinni.
Verkinu er skipað í fimm meginkafla og undirkaflar yfirleitt vel á annan
tug. Margir eru stuttir enda veit blaðamaðurinn að nútímalesandi hefur
mörgu að sinna og því getur þessi aðferð hentað. Mér finnst þessi efnis -
skipan fara vel og verkið er þægilegt aflestrar. Heimildir höfundar eru
dag bækur Gaimards sem dregnar eru fram í dagsljósið, auk útgefinna verka
leiðangursins, franskra fræðirita um efnið og margvíslegra annarra heimilda
og sýnist fátt hafa farið fram hjá höfundi.
Í fyrsta kafla eru lagðar línur. Við kynnumst bakgrunni Gaimards á
ritdómar192
Saga vor 2020.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 22.4.2020 14:44 Page 192