Saga - 2020, Blaðsíða 40
er enska hugtakið excellence sem hefur verið þýtt sem öndvegis- á
íslensku, samanber öndvegissetur (e. centre of excellence). Þó hafa orð
eins og árangur og gæði einnig verið notuð í svipaðri merkingu.14
Þessi mælikvarði byggir á ýmsum þáttum, meðal annars fjölda birt-
inga, áhrifastuðli tímaritanna sem birt er í og tilvísunum í tímarita-
greinar birtar af fræðimönnum í viðkomandi háskóla. Gert er ráð
fyrir því að mælikvarðinn sé hlutlaus en þó hefur verið leitt í ljós að
hann styður við ríkjandi valdahlutföll, til að mynda hvað varðar
kyn.15 Það þarf ekki að koma á óvart því eins og Jonathan Murphy
og Jingqi Zhu benda á endurspeglar útgáfa fræðitímarita dreifingu
valds í heiminum þar sem hvítir, vestrænir, enskumælandi karlar
tróna á toppi valdastigans.16 Hugmyndir okkar um framúrskarandi
háskóla eru því óumflýjanlega einnig kynjaðar þar sem þær byggja
að stórum hluta á ríkjandi kerfum sem ráða uppröðun tímarita eftir
áhrifastuðli og mati háskóla á virði þekkingarframleiðslu.
Finnborg Salóme Steinþórsdóttir, Thamar Heijstra og Þorgerður
Einarsdóttir hafa skoðað hvernig hugmyndir um hvað sé framúr-
skarandi eða öndvegis (e. excellent) birtast við Háskóla Íslands og
hvernig þær stjórna flæði fjármagns innan skólans. Þær vekja
athygli á því að ein af afleiðingum þess að háskólar keppist um að
vera „mest öndvegis“ sé framangreind tilhneiging til að stjórna
háskólum eins og fyrirtækjum. Þess konar stjórnun krefur fræði -
menn um að umbreyta vinnu sinni í afurðir sem hægt sé að „telja
fram“ líkt og allir akademískir starfsmenn á Íslandi eru nú skyld -
ugir til að gera svo hægt sé að meta störf þeirra á mælikvarða mats-
kerfis opinberra háskóla.17 Finnborg, Thamar og Þorgerður leiða í
ljós að matskerfið byggist á hefðum og mælitækjum sem eigi upp-
runa sinn að rekja til raunvísinda og tæknigreina (svokallaðra STEM-
greina) til dæmis hvað varðar þau stig sem fást fyrir styrki úr sam-
álitamál38
14 Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, „Excellence, Innovation and Academic Free -
dom“, bls. 88.
15 Finnborg Salóme Steinþórsdóttir, Thamar Melanie Heijstra og Þorgerður
Jennýjar dóttir Einarsdóttir, „The making of the „excellent“ university“, bls.
558, 567–576.
16 Jonathan Murphy og Jingqi Zhu, „Neo-colonialism in the academy? Anglo-
American domination in management journals“, Organization 19:6 (2012), bls.
915–927, einkum bls. 920.
17 Finnborg Salóme Steinþórsdóttir, Thamar Melanie Heijstra og Þorgerður
Jennýjardóttir Einarsdóttir, „The making of the „excellent“ university“, bls.
560–561.
Saga vor 2020.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 22.4.2020 14:44 Page 38