Saga - 2020, Blaðsíða 62
Vísir leit málið öðrum augum. Blaðið sagði ljóst að Ólafur og
liðsmenn hans hefðu brotið lög en benti einnig á að málið væri áfell-
isdómur yfir ríkisstjórninni enda hefðu heilbrigðisyfirvöld brugðist
bæði seint og illa við eftir að augnveikindi Nathans urðu ljós. Mikil -
vægt væri að styrkja lögregluna í bænum svo að hún gæti tekist á
við uppþot eins og það sem átti sér stað í Suðurgötu.63
Morgunblaðið, málgagn ríkisstjórnarinnar, sagði aftur á móti að
Ólafur væri veikur á geði og að um alvarlegt lögbrot væri að ræða.
Lögreglan var einnig gagnrýnd fyrir slælega frammistöðu og sögð
hafa brugðist því hlutverki sínu að halda uppi lögum og reglu í
bænum.64 Blaðið birti líka yfirlýsingar og athugasemdir Guðmund ar
Hannessonar landlæknis og augnlæknanna Andrésar Fjeldsted og
Helga Skúlasonar vegna málsins. Þar var ítrekað að trakómu hefði
ekki áður orðið vart hér á landi og að nauðsynlegt hefði verið að
vísa „þessum útlendingi“ af landi brott til að koma í veg fyrir að
sjúkdómurinn gerðist landlægur.65 Þá birti blaðið nafnlausa grein
þar sem Ólafur var sagður ala á kommúnisma í bænum og að hópar
manna töluðu orðið um byltingu: „Ég veit ekki hvort þetta er í
alvöru sagt, eða ekki. En ef það er gaman, þá er það gálaust gaman
og ef það er alvara, þá er það ábyrgðarlaus alvara. Þegar menn tala
um byltingu, eru þeir að leika sér að eldi, sem þeir vita ekki hver er,
leika sér að hlaðinni byssu, án þess að vita hvern skotið drepur,“
sagði höfundurinn og bætti við: „En hvað sem því líður — eitt er
víst, að mikill meiri hluti bæjarbúa er þessu lögleysutiltæki svo sár -
gramur, að hann krefst þess, að það verði trygt, að slíkt komi ekki
fyrir aftur — krefst þess, að mega lifa öruggur og óttalaus um rjett
sinn, líf og eignir.“66
skafti ingimarsson60
63 „Uppþot í bænum“, Vísir 19. nóvember 1921, bls. 2; „Uppþotið“, Vísir 21. nóv-
ember 1921, bls. 2; „Sóttvarnirnar“, Vísir 23. nóvember 1921, bls. 2–3.
64 „Ofbeldi gegn lögreglustjórninni“, Morgunblaðið 19. nóvember 1921, bls. 2;
„Fólskubragð Ólafs Friðrikssonar“, Morgunblaðið 20. nóvember 1921, bls. 2.
65 Andrjes Fjeldsted, „Egypzka veikin og rússneski drengurinn“, Morgunblaðið
20. nóvember 1921, bls. 3. Sjá einnig Guðmundur Hannesson, „Leiðrétting“,
Morgunblaðið 19. nóvember 1921, bls. 2; Helgi Skúlason, „yfirlýsing“, Morgun -
blaðið 20. nóvember 1921, bls. 2; Andrjes Fjeldsted og Helgi Skúlason, „Trachom-
sjúklingur Ólafs Friðrikssonar“, Morgunblaðið 23. nóvember 1921, bls. 3; Guð -
mundur Hannesson, „Deilan um trachomið og sóttvarnarráðstafanirnar“,
Morgunblaðið 24. nóvember 1921, bls. 2.
66 „Lögleysa“, Morgunblaðið 20. nóvember 1921, bls. 2.
Saga vor 2020.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 22.4.2020 14:44 Page 60