Saga - 2020, Blaðsíða 52
halda tengslum við Komintern og þýða rússneskan byltingaráróður
fyrir Alþýðublaðið.21 Fátt bendir þó til þess. Í fyrsta lagi var þýska
alþjóðatungumál Komintern en ekki rússneska og í öðru lagi var
Hendrik Ottósson, einn nánasti samstarfsmaður Ólafs, annálaður
tungumálamaður en hann starfrækti síðar málaskóla í Reykjavík.22
Ólafur og skoðanabræður hans höfðu því litla þörf fyrir tungumála-
kunnáttu Nathans. Flest bendir til þess að mannúð hafi ráðið því að
Ólafur hafði Nathan með sér til Íslands. Þetta má meðal annars ráða
af bréfi sem Ólafur ritaði Allan Wallenius, starfsmanni Komintern í
Moskvu, skömmu eftir að drengsmálinu lauk en þar kemur fram að
Ólafi gekk gott eitt til með komu drengsins til Reykjavíkur.23 Þá má
einnig benda á að í lögregluskýrslu sem tekin var af Nathan kemur
ekkert fram sem bendir til þess að koma hans hingað til lands hafi
verið liður í byltingarundirbúningi Ólafs og stuðningsmanna hans.24
Hafi Ólafur ætlað að nota dvöl Nathans sér til framdráttar í stjórn-
málabaráttunni í bænum er líklegast að það hafi tengst valdabarátt-
unni innan Alþýðuflokksins þar sem deilur voru að hefjast milli
lýðræðissinnaðra jafnaðarmanna og róttæklinga. Koma drengsins til
Reykjavíkur undirstrikaði hvorri fylkingunni Ólafur tilheyrði, sýndi
góðmennsku hans og var til þess fallin að auka vinsældir hans meðal
verkafólks enn frekar.
Tæpri viku eftir komuna hingað til lands fór Nathan að kvarta
undan útferð úr augunum. Anna Friðriksson kona Ólafs fór með
drenginn til Andrésar Fjeldsted augnlæknis sem greindi hann með
trakómu. Sjúkdómurinn er smitandi og veldur blindu ef ekkert er
að gert.25 Veikinnar hafði ekki orðið vart hér á landi áður en hún var
tíður gestur í vanþróuðum ríkjum og nefnd „egypska augnveikin“.26
Andrés skrifaði Guðmundi Hannessyni settum landlækni bréf vegna
málsins og lagði til að Nathan yrði sendur úr landi til lækninga enda
stafaði af honum smithætta. Í kjölfarið boðaði landlæknir Ólaf til
fundar við sig, tilkynnti honum ákvörðun yfirvalda en sagði að ríkis -
skafti ingimarsson50
21 Snorri G. Bergsson, Roðinn í austri, bls. 150–152; Hannes Hólmsteinn Gissurar -
son, Íslenskir kommúnistar, bls. 20; Þór Whitehead, Sovét-Ísland, óskalandið, bls.
13–17.
22 „Hendrik Ottósson fréttamaður“, Þjóðviljinn 15. september 1966, bls. 7, 9.
23 Þorleifur Friðriksson, Við brún nýs dags, bls. 268–273.
24 Réttvísin gegn Ólafi Friðrikssyni, bls. 52–53.
25 Hugh R. Taylor [o.fl.], „Trachoma“, Lancet 384 (2014), bls. 2142–2152.
26 Hendrik Ottósson, Hvíta stríðið, bls. 25.
Saga vor 2020.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 22.4.2020 14:44 Page 50