Saga - 2020, Blaðsíða 114
en rúmum tveimur árum eftir hernámið eftir töluverða undirbún-
ingsvinnu bæði við rannsóknir á ástandinu og samningu frum-
varpsins. Opinber umræða þessara tveggja ára mótaði ástandsstúlk-
una sem hugmynd og hugrenningatengsl við siðspillingu og vand -
ræðaunglinga sem sköpuðu ekki aðeins sjálfum sér og foreldrum
sínum vandræði heldur þjóðinni í heild.
Aðdragandanum að því að lög voru sett til að bregðast við ástand -
inu má skipta í fjögur stig eða atriði, þó ekki sé um fullkomlega að -
skilin fyrirbæri að ræða heldur aðeins grófa flokkun. Fyrsta stigið
var umfjöllun blaðanna um samskipti kvenna og hermanna sem
skapaði meðvitund um þau sem vandamál. Annað stigið var rann-
sókn á siðferði í Reykjavík sem framkvæmd var á vegum lögregl-
unnar. Þriðja stigið voru viðbrögð landlæknis við ástandinu og
skip un ástandsnefndarinnar og fjórða stigið voru viðbrögð barna-
verndarnefndar og undirbúningur lagasetningar. Til þess að skilja
lagasetninguna verður farið í hvert atriði fyrir sig. Rétt er að minna
á að lagasetningin var í raun í tvennu lagi, fyrst voru sett bráða -
birgða lög í desember 1941 sem svo voru staðfest með breytingum
sumarið 1942.
Fyrsta greinin sem fjallaði um samskipti íslenskra stúlkna og her-
manna birtist í Vísi 11. maí, daginn eftir að Bretar gengu á land. Í
henni var ýjað að því að eitthvað ósiðsamlegt hefði farið fram eða í
það minnsta að konur hefðu ósiðsamlegt atferli með hermönnunum
í huga. Greinarhöfundur skapar þessi hughrif með því að nefna að
konurnar séu „fegnar að þurfa ekki að sækja lengur til hafnarinnar“
sem auðvelt er að túlka sem vísun í viðteknar hugmyndir manna um
að við höfnina færi fram kynlíf eða vændi íslenskra kvenna með
erlendum mönnum.14 Þann 12. maí 1940 birti Morgunblaðið stutta
umfjöllun um hvað gerðist á hernámsdaginn og segir þar meðal ann-
ars: „Ekki hafði hið breska herlið verið fyrsta daginn til kvölds hjer í
bænum, án þess augljóst væri, að risið hefði vandamál, sem full van-
sæmd er að fyrir Reykjavík. Og það er framferði götudrósanna.“15
agnes jónasdóttir112
„Kaupstaðarsótt og freyjufár. Orðræða um kynheilbrigði og kynsjúkdóma í
Reykjavík 1886–1940“, Saga LVII:2 (2019), bls. 83–116.
14 „Lið hefir hvergi verið sett á land nema í Reykjavík og Akranesi“, Vísir 11. maí
1940, bls. 2; Lbs.–Hbs. Ísak Kárason, Blöðin og Bretarnir. Umfjöllun Reykja -
víkurblaðanna um hernám Breta árið 1940. BA-ritgerð í sagnfræði við Háskóla
Íslands 2016, http://hdl.handle.net/1946/24360, bls. 35.
15 „Úr daglega lífinu“, Morgunblaðið 12. maí 1940, bls. 6.
Saga vor 2020.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 22.4.2020 14:44 Page 112