Saga - 2020, Blaðsíða 140
löng og Gunnar sneri aftur til Íslands til að stunda nám í íslenskum
fræðum. Þar stóðu margar leiðir opnar og Gunnar nam íslenskar
bók menntir og málfræði en endaði að lokum í Íslandssögunni og
skrifaði kandídatsritgerð um það efni. Hann útskrifaðist með ágætis -
einkunn árið 1970. Að þessu hafði Gunnar aldrei stefnt en heill aðist
af sagnfræði við að skrifa ritgerð um kornyrkjutilraunir á Íslandi á
sautjándu og átjándu öld: „Ég komst að því að svo leiðinlegt sem
það væri oftast að lesa sagnfræðirit, þá væri fátt skemmtilegra en að
búa þau til.“2 Miðað við námsferil hans fram að þessu benti margt
til að Gunnar væri efni í fræðimann en að sumu leyti virðist það
hafa verið tilviljunum háð að hann varð sagnfræðingur.
Þegar hér var komið sögu var hann hins vegar orðinn mjög ein-
beittur í sínum fræðilega metnaði og stefndi að því að semja dokt ors -
ritgerð í Íslandssögu. Á þeim tíma þurfti að sinna því verkefni á
styrkjum úr ýmsum áttum samfara annarri vinnu en Gunnar gekk
rösklega til verks og varði doktorsritgerð átta árum eftir lok kandí-
datsprófs. Jafnframt kenndi hann við Háskóla Íslands, stundaði
fræða störf og kennslu í Kaupmannahöfn og London og var skip að -
ur lektor í sagnfræði árið 1976, rúmu ári áður en doktorsrit hans kom
út á prenti. Gunnar sótti svo um prófessorsstöðu og fékk árið 1980.
Stóð lítill styr um þá niðurstöðu. Gunnar var prófessor í sagn fræði
fram til þess að hann fór á eftirlaun árið 2009 en stundaði eftir það
rannsóknir sem prófessor emeritus. Um það leyti sem Gunnar fór á
eftirlaun var gefið út afmælisrit honum til heiðurs er nefnist Heimtur
og er þar að finna yfirlit yfir rit Gunnars fram að þeirri stundu.3
Ekkert lát varð hins vegar á birtingum eftir það og eru greinar og rit-
verk eftir Gunnar enn að koma út þegar þetta er ritað. Þar á meðal
voru rannsóknarrit, yfirlitsrit, kennslubækur, fræði greinar og deilurit
af ýmsu tagi því að iðulega var sótt að Gunnari af öðrum fræðimönn-
um, umfram flesta aðra sagnfræðinga. Það skiptir ekki máli hvaða
mælikvarði er notaður, Gunnar var afkastamikill og markaði spor á
óvenjufjölbreyttu sviði. Hér verður gerð tilraun til að fjalla um fjögur
meginsvið sem hann sinnti umfram önn ur en hafa verður í huga að
efnið er hvergi nærri tæmt í þessari grein.
sverrir jakobsson138
Björnsson, Sigrún Pálsdóttir og Sigurður Gylfi Magnússon (Reykjavík: Mál og
mynd 2002), bls. 227‒237, hér bls. 227.
2 Sama heimild, bls. 228.
3 „Ritaskrá Gunnars. Mars 1959–júní 2009“. Heimtur. Afmælisrit til heiðurs Gunnari
Karlssyni sjötugum. Ritstj. Guðmundur Jónsson, Helgi Skúli Kjartansson og
Vésteinn Ólason (Reykjavík: Mál og menning 2009), bls. 403‒415.
Saga vor 2020.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 22.4.2020 14:44 Page 138