Saga - 2020, Blaðsíða 51
Heimsbyltingin knýr dyra
Um það leyti er Ólafur Friðriksson kom heim frá Moskvu voru
Íslendingar að glíma við lengstu og dýpstu efnahagskreppu tuttug-
ustu aldar.14 Kreppan kom hart niður á kjörum almennings. Alvar -
legt ástand ríkti í húsnæðismálum Reykvíkinga en 63 prósent íbúða
bæjarins voru leiguíbúðir.15 Í október 1921 fór atvinnuleysið í bæn-
um í 10,4 prósent.16 Útkoman var vaxandi róttækni í stjórnmálalíf-
inu. Verka fólk krafðist þess að laun hækkuðu umtalsvert og að
ráðist yrði í opinberar framkvæmdir.17 Ólafur kynnti undir óánægj-
unni. Eftir heimkomuna hóf hann greinaskrif í Alþýðublaðið þar sem
hann gagn rýndi ríkisstjórnina fyrir andvaraleysi við stjórn efna-
hagsmála og útskýrði marxísk hugtök á borð við „stéttastríð“ og
„alræði al þýð unnar“ fyrir lesendum.18
Heimildum ber saman um að Nathan Friedmann undi hag sín-
um vel fyrstu dagana í Reykjavík. Ólafur hafði kynnst Nathan á hót-
eli í Moskvu en milljónir manna voru á vergangi vegna borgarastyrj-
aldar og hungursneyðar sem geisaði í Rússlandi.19 Ólafur vildi leysa
úr vanda drengsins og ákvað að taka hann með sér heim en að Ís -
landsdvöl lokinni átti Nathan að fara til ættingja sinna í Sviss.20 Því
hefur verið haldið fram að ástæðan fyrir komu Nathans hingað til
lands hafi verið sú að Ólafur hafi ætlað drengnum það hlutverk að
„sveinn nokkur kom frá rússíá“ 49
eru varðveittir í heild sinni hjá Miðstöð munnlegrar sögu. Hér er stuðst við
styttri útgáfu sem flutt var í Ríkisútvarpinu 1997. Dönsku heimildirnar um
drengsmálið er að finna í Rigsarkivet. Danmark [RA]. Udenrigsministeriet.
Representationer i udlandet. Ambassade Reykjavik. 9.B.D.10. 1921–1922. Væb -
net Assistance til den isl. Regering. Deponering af en russisk Dreng. Pk. 25.
Hér eftir RA. Udenrigsministeriet.
14 Guðmundur Jónsson, „Efnahagskreppur á Íslandi 1870–2000“, Saga XLVII:1
(2009), bls. 61.
15 Þorleifur Friðriksson, Við brún nýs dags. Saga Verkamannafélagsins Dagsbrúnar
1906–1930 (Reykjavík: Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 2007), bls. 86.
16 Magnús S. Magnússon, Iceland in Transition. Labour and Socio-Economic Change
before 1940 (Lundi: Ekonomisk-historiska föreningen i Lund 1985), bls. 154.
17 „Samsærið gegn verkalýðnum“, Alþýðublaðið 7. mars 1921, bls. 2; „Atvinnu -
leysið“, Alþýðublaðið 16. júlí 1921, bls. 1–2; „Alþýðuflokksfundurinn“, Alþýðu -
blaðið 29. september 1921, bls. 2–3.
18 „Stríðið milli stéttanna“, Alþýðublaðið 10. nóvember 1921, bls. 1; „Alræði alþýð -
unnar“, Alþýðublaðið 12. og 14. nóvember 1921, bls. 1–2.
19 „Uppskerubrestur í Rússlandi“, Alþýðublaðið 29. júlí 1921, bls. 2–3.
20 Haraldur Jóhannsson, Klukkan var eitt, bls. 54.
Saga vor 2020.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 22.4.2020 14:44 Page 49