Saga - 2020, Blaðsíða 95
fasista og kommúnista.63 Í tengslum við sýninguna flutti Arnason
fyrirlestra um myndlist í Listamannaskálanum, meðal annars um
„abstraktionisma og impressionisma í nútíma-málaralist“.64 Boðið
var upp á fleiri listviðburði, meðal annars tónlist sem flutt var af
hljóðfæraleikurum sem þjónuðu í bandaríska hernum. Að auki var
sinfóníuhljómleikum útvarpað eða þeir leiknir af hljómplötum dag-
lega.65 Sýningin naut mikilla vinsælda og samkvæmt gögnum OWI
var hún sótt af 4.200 gestum. Þar kemur einnig fram að engin sýning
á Íslandi hafi verið betur sótt og að við opnun hennar hafi Þjóð -
minjasafni Íslands verið færðar allar eftirprentanirnar að gjöf.
Arnason var líka áhugasamur um íslenska myndlist. Meðan á
dvöl hans stóð vildu íslensk stjórnvöld láta gera bók um Einar Jóns -
son myndhöggvara. Fóru þau þess á leit við tæknideild bandaríska
hersins að hún myndaði verkin og hafði Arnason umsjón með því.66
Í framhaldinu var hann beðinn um að taka þátt í dagskrá til heiðurs
Einari Jónssyni sjötugum í Ríkisútvarpinu sem fram fór á íslensku.
Var framlag hans 15 mínútna erindi sem síðar var prentað í Fálkan -
um.67 Einar Jónsson kom líka við sögu í umfjöllun Arnasons um
íslenska myndlist í tímaritinu Victory sem OWI kostaði en Crowell-
Collier útgáfan gaf út í um milljón eintökum.68 Markhópur tímarits-
ins voru ekki Bandaríkjamenn heldur lesendur á alþjóðavísu og var
áhersla lögð á að draga upp jákvæða mynd af Bandaríkjunum. Í
Victory mátti auk mynda Einars sjá ljósmyndir af verkum Jóhann -
esar Kjarval, Jóns Þorleifssonar, Gunnlaugs Blöndal, Sveins Þórar -
ins sonar og Ásgríms Jónssonar. Þess er getið í skýrslu OWI að marg-
ar íslenskar bókabúðir hafi stillt tímaritinu sérstaklega upp þannig
að umfjöllunin um Ísland hafi blasað við.69 Á tímum seinni heims-
„einn bezti grundvöllur fyrir þróun …“ 93
63 Greg Barnhisel, Cold War Modernists: Art, Literature, & American Cultural
Diplomacy (New york: Columbia University Press 2015), bls. 9–11.
64 „Upplýsingardeild Bandaríkjastjórnar heldur: Málverkasýningu“, Morgun -
blaðið 12. apríl 1944, bls. 9.
65 „Ameríkönsk málverkasýning“, Fálkinn 17:15 (1944), bls. 2 og 15.
66 NA. RG 208 Outposts: Iceland (From Entry NC-148 6-J). Box 2. Skýrsla Frances
Barry: Iceland Narrative Report May, 25. ágúst 1944.
67 Hjörvarður H. Árnason, „Einar Jónsson sjötugur. Útvarpserindi flutt 11. maí af
Hjörvarði Árnasyni“, Fálkinn 17:20 (1944), bls. 4–5.
68 NA. RG 208 Outposts: Iceland (From Entry NC-148 6-J). Box 2. Skýrsla Elinor
Goodfriend: Iceland / June 15 – July 15 / 1944, 12. júlí 1944.
69 NA. RG 208 Outposts: Iceland (From Entry NC-148 6-J). Box 208. Skýrsla:
Iceland Narrative Report for May, 5. september 1944.
Saga vor 2020.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 22.4.2020 14:44 Page 93