Saga - 2020, Blaðsíða 182
Skagagarðinum í Garði á Miðnesi. Athugun Sigurðar Þórarinssonar á Bjarnar -
garði í Landbroti kom þar næst.
Gera má athugasemd við að ekki sé fjallað meira um tvær lykilheimildir
um garðlög, sem eru fornbréf annars vegar og Jarðabók Árna og Páls hins
vegar. Í fornbréfum er mjög mikið efni um garðlög. Nefna má sem dæmi
umfjöllun um garðlög í Kræklingahlíð í fornbréfi frá lokum fjórtándu aldar
sem gefur góða innsýn í garðlög á því svæði og höfundur fjallar ekkert um.
Í bréfinu eru nefndar flestar megintegundir garðlaga, þær sem höfund ur
fjallar um í fyrirliggjandi riti. Í Jarðabók Árna og Páls er síðan að finna
miklar heimildir um garðlög, sérstaklega túngarða á fornum eyðibýlum, og
full ástæða til að fjalla um slíkt. Á hinn bóginn má segja að rannsókn á þess-
um heimildum sé það umfangsmikil að dugi í svo sem eins og tvær aðrar
bækur og að umfjöllun höfundar um garðlög í þessari bók leggi grundvöll
að slíkum rannsóknum. Engu að síður hefði verið fengur að því ef gerð
hefði verið nánari grein fyrir þessum heimildum.
Þessu næst fjallar höfundur um áðurnefndar rannsóknir á garðlögum
norðaustanlands sem hófust árið 1998. Meginþættir þeirra rannsókna eru
raktir. Kortlagning garða með loftmyndum gaf mynd af kerfinu í stórum
dráttum. Nauðsynlegt reyndist svo að fara á staðinn og ganga eftir görðun-
um til að rekja þá að fullu. Með þeirri aðferð var líka hægt að rekja garða
sem sáust ekki úr lofti. Síðan voru teknar ljósmyndir úr flugvélum af þeim
görðum sem höfðu fundist. Næsta skref var rannsókn á innri gerð garðanna
og aldursgreining þeirra með því að gera í þá þversnið. Aldursgreiningin
byggir á öskulagagreiningum. Þær sýndu að garðarnir voru hlaðnir á
tíundu öld, eftir að öskulag frá 940 féll yfir svæðið. Garðarnir munu stund-
um hafa fallið eða farið úr notkun á tólftu öld en algengara var að þeir færu
úr notkun síðar, fyrir 1300 eða 1477. Þeir voru því í notkun í þrjár til fjórar
aldir eða jafnvel rúmlega það. Tafla yfir elstu öskulög sem liggja yfir garð -
lögunum sýna að þriðjungur þeirra féll á tólftu öld, þriðjungur fyrir 1300 og
þriðjungur fyrir 1477. Sums staðar voru garðlögin endurnýjuð á tólftu og
þrettándu öld, til dæmis í Svarfaðardal, en einnig sums staðar í Þingeyjar -
sýslum.
Túlkun garðlaga fær sérstakan kafla. Þar eru góðar skýringarmyndir og
gröf sem sýna flokkun og tegundir garðlaga og skýra hvernig garðlögin
voru notuð til að stýra landnotkun. Eitt meginviðfangsefni þessa kafla er
spurningin um hvernig landið ofangarðs var notað fyrst það var afgirt frá
byggðinni og frjósamasta gróðurlendinu. Höfundur hefur um það tvær til-
gátur, annars vegar að öllu gróðurlendi innan við hagagarð, sem hann kallar
líka afréttargarð, hafi verið hlíft við beit og búfé verið í seli á sumrin ofan
við þennan garð. Málnyta var í seljum ofan garðs en hvort hann var þar
allur og landið neðan garðs þar með friðað fyrir beit er óljóst. Hin tilgátan
er að mjólkandi búfé hafi á sumrin verið haft innan við hagagarð en lömb,
sauðir og geldneyti utan hagagarðs. Önnur mikilvæg spurning er rædd, og
ritdómar180
Saga vor 2020.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 22.4.2020 14:44 Page 180