Saga - 2020, Blaðsíða 17
tveggja en við uppskrift sína og teikningar þurfti Guðlaugur ekki að
taka mið af öðru en eigin sannfæringu og áhuga á meðan síðari tíma
listamenn gerðu myndir fyrir bækur sem voru prentaðar í stóru
upplagi og seldar á frjálsum markaði.
Guðlaugur skrifaði sennilega allar sögurnar eftir handritum en
ekki prentuðum útgáfum sagnanna eins og líklegt er um bróður
hans. Guðmundur var vinnumaður á stórbýlinu Breiðabólsstað og
hefur hugsanlega komist í prentaðar útgáfur þar meðan Guðlaugur
hefur haft við höndina handrit sem gengu bæja á milli.15 Aðeins
einn kílómetri skildi bæina tvo að og Guðlaugur hefði því sennilega
getað nálgast prentaðar útgáfur ef hann hefði haft áhuga á því. Hins
vegar litu þeir sem lögðu metnað sinn í handritagerð líklega á þær
sem jafngildar prentuðum útgáfum. Sagnfræðingurinn Davíð Ólafs -
son hefur bent á að „hinn handritaði miðill hafi víðast hvar haldið
áfram að gegna veigamiklu hlutverki í bókmenningu, miðlun og
samskiptum um aldir eftir prentvæðingu Evrópu“ og að það sé
„mjög villandi að líta á framleiðslu og notkun handrita á síðari öld-
um sem tímaskekkju og frávik frá nývæðingarferli því sem kennt
hefur verið við prentbyltingu“.16
Ljós heimsins
Í febrúar árið 1889, eða 16 árum eftir að hann fluttist til Vesturheims,
skrifaði Guðlaugur Magnússon grein í Lögberg þar sem hann stakk
upp á því að Íslendingar hæfust handa við að skrá sögu Vestur-
Íslendinga þar sem „ýmsir menn [séu] nú þegar farnir að hverfa af
leiksviðinu og sagan með þeim“.17 Í apríl sama ár lýsir ritstjóri
blaðs ins yfir ánægju sinni með pistil Guðlaugs „af því, að hvergi
hefur verið tekið jafn-skýrt og skilmerkilega fram, hvað fyrir mönn-
um vakir með þessa Íslendinga-sögu“.18 Ritstjórinn telur þó að
í búningi samtíðar sinnar 15
15 Ég fjalla um hugsanlegar heimildir bræðranna, bæði handrit og prentaðar
bækur, í: Þorsteinn Árnason Surmeli, „Creating in color“, bls. 258–262.
16 Davíð Ólafsson, „Textinn á tíma fjöldaframleiðslu sinnar. Rannsóknir á hand-
ritamenningu síðari alda“, Saga XLVIII:1 (2010), bls. 61–97, sjá bls. 62.
17 Guðlaugur Magnússon, „Um sögu Íslendinga í Ameríku“, Lögberg 2:7 (1889),
bls. 3.
18 [Einar Hjörleifsson], „Saga Íslendinga í Vesturheimi“, Lögberg 2:12 (1889), bls.
2. Þótt útgefendur Lögbergs séu tilgreindir kemur nafn ritstjórans hvergi fram
í blaðinu. Finnbogi Guðmundsson telur að ritstjóri blaðsins á þeim tíma hafi
að öllum líkindum verið Einar Hjörleifsson.
Saga vor 2020.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 22.4.2020 14:44 Page 15