Saga - 2020, Blaðsíða 87
aðar.37 Þá er vísað til þess í skýrslum að útsendingar þar sem hæfi-
leikamenn úr bandaríska herliðinu komu fram hafi vakið sérstaka
aðdáun meðal Íslendinga sem hafi talið þær til marks um menning-
arlegt ríkidæmi Bandaríkjanna.38
Í einni af fyrstu fréttunum sem tengjast OWI í íslenskum fjöl -
miðl um er greint frá því að mörgum íslenskum stúdentum sé boðin
ókeypis skólavist í Bandaríkjunum. Þar er sagt að McKeever hafi
boðað til fréttamannafundar ásamt íslenskum kennslumálayfirvöld-
um, lýst er námsstyrkjum sem nemendum muni standa til boða og
taldir eru upp þeir háskólar sem taka þátt í samstarfinu. Athygli
vekur hversu mjög starfsemi OWI hér á landi var tengd McKeever
persónulega fremur en Bandaríkjastjórn en það virðist hafa verið
hluti af aðferðafræði skrifstofunnar.39 McKeever var frjálslegur í fasi
og klæddist alla jafna borgaralegum klæðnaði. Til er skemmtileg
saga sem varpar bæði ljósi á hversu óformleg samskipti hans við
Íslendinga gátu verið en líka hversu sterkt tengslanet hann hafði að
baki sér. Í minningargrein um Sigurð Matthíasson, sem fæddur var
árið 1922, segir Njáll Símonarson vinur hans frá því að hann og
Sigurður hafi vingast við McKeever á stríðsárunum og vanið komur
sínar á heimili hans. Við eitt slíkt tækifæri hafi verið saman kominn
hópur af kunningjum og ræddu þeir meðal annars möguleika sína
á því að komast í háskólanám til Bandaríkjanna. McKeever heyrði á
tal þeirra og tók málin í sínar hendur: „Hann átti kunningja vestra
að nafni Lyndon B. Johnson, sem síðar varð svo æðsti maður öld-
ungadeildar Bandaríkjaþings og forseti Bandaríkjanna. Þeir Mc -
„einn bezti grundvöllur fyrir þróun …“ 85
37 NA. RG 208 Outposts: Iceland (From Entry NC-148 6-J). Box 2. Skýrsla Agnes
R. Allen: Iceland / January 15 – February 15 / 1944, 12. febrúar 1944. Sjá einnig:
Pétur Pétursson: „Af symfóníum og samstarfi í útvarpi“, Sunnudagur. Morgun -
blaðið 11. júlí 1999, bls. B16.
38 NA. RG 208 Outposts: Iceland (From Entry NC-148 6-J). Box 2. Skýrsla Agnes
R. Allen: Iceland / December 15 – January 15 / 1944, 12. janúar 1944.
39 Frétt Tímans af þessu lýkur t.a.m. svona: „Íslendingar munu vissulega þiggja
þessi boð með þökkum og meta þann vinarhug, er þau sýna. Munu þeir dr.
Paul F. Douglas, [rektor The American University í Washington] og Porter
McKeever eiga mestan þátt í þessum vinaboðum.“ Sjá: „Mörgum ísl. stúdent-
um boðin ókeypis háskólavist í Bandaríkjunum“, Tíminn 24. nóvember 1942,
bls. 554. Sjá einnig: Harald Runblom, „American Propaganda in Scandinavia
during the Second World War“, Networks of Americanization: Aspects of the
American Influence in Sweden. Ritstj. Rolf Lundén og Erik Åsard (Uppsala:
Almquist & Wiksell International 1992), bls. 38–54, hér bls. 45.
Saga vor 2020.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 22.4.2020 14:44 Page 85