Saga - 2020, Blaðsíða 191
SEND Í SVEIT — ÞETTA VAR Í ÞJÓÐARSÁLINNI. Ritstj. Jónína
Einars dóttir og Geir Gunnlaugsson. Hið íslenska bókmenntafélag.
Reykjavík 2019. 435 bls. Ljósmyndir, gröf, töflur, mynda- og töfluskrá,
atriðaorðaskrá.
Jónína Einarsdóttir, Esther Ösp Valdimarsdóttir, Þórunn Hrefna Sigur -
jóns dóttir og Geir Gunnlaugsson, SEND Í SVEIT. SÚRT, SALTAÐ OG
HEIMABAKAÐ. Hið íslenska bókmenntafélag. Reykjavík 2019. 154 bls.
Ljósmyndir, gröf, ljósmyndaskrá, atriðaorðaskrá.
Bækurnar tvær sem bera yfirskriftina Send í sveit fjalla báðar um þá íslensku
hefð að senda börn til sumardvalar í sveit. Bækurnar byggja á rannsóknar-
verkefninu Óháður flutningur íslenskra barna á 20. öldinni en að því kom fjöldi
fræðimanna af ólíkum fræðasviðum. Fyrri bókin, Send í sveit — þetta var í
þjóðarsálinni, er fræðilegri og ítarlegri umfjöllun um sumardvöl barna í sveit.
Seinni bókin, Send í sveit. Súrt, saltað og heimabakað, er almennari og styttri
umfjöllun um efnið þar sem meiri áhersla er lögð á myndræna framsetningu
efnisins meðal annars með birtingu 86 ljósmynda. Í síðari bókinni er meira
um beinar tilvitnanir í heimildir, sem settar eru fram á afmörkuðum lita-
grunni til aðgreiningar frá megintexta bókarinnar. Mest ber á tilvitnunum
úr viðtölum sem tekin voru við einstaklinga sem voru sendir í sveit sem
börn en einnig má nefna tilvísanir úr sendibréfum, skáldverkum, endur-
minningum og greinaskrifum sem gefa lesendum innsýn í þennan sið.
Hér verður sjónum fyrst og fremst beint að fyrri bókinni, Send í sveit —
þetta var í þjóðarsálinni, sem eins og áður segir fjallar á ítarlegri og fræðilegri
máta um siðinn að senda börn í sveit. Í bókinni eru settar fram niðurstöður
fyrrnefnds rannsóknarverkefnis auk þess sem gerð er grein fyrir fræðilegum
bakgrunni og aðferðafræði rannsóknarinnar. Uppbygging bókarinnar grund -
vallast á 12 köflum sem skrifaðir eru af mismunandi höfundum auk við -
auka. Í ljósi þess að höfundar bókarinnar hafa margs konar fræðilegan bak-
grunn þá er eðlilegt að margs konar sjónarhorn og efnistök komi fram í köfl-
unum 12 og eykur það gildi hennar. Enda þótt sérfræðingar sem standa að
baki rannsókninni séu af fjölbreyttum toga þá er hlutur mannfræðinga þar
drýgstur og því eðlilegt að áherslur mannfræðinnar sjáist glögglega í fram-
setningu bókarinnar.
Heildarmarkmið bókarinnar er að kortleggja siðinn að senda börn í sveit
á tuttugustu öldinni. Hver kafli nálgast það markmið bókarinnar út frá ólík-
um viðfangsefnum og gögnum og með því að svara eftirfarandi spurn ing -
um sem kynntar eru í inngangskaflanum: „Hvaðan kemur þessi siður? Hver
er reynslan af honum? Hver var aðkoma stjórnvalda og áhrif þeirra á um -
fang og framkvæmd siðarins? Mætti skilgreina siðinn sem mansal barna í
ritdómar 189
Saga vor 2020.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 22.4.2020 14:44 Page 189