Saga - 2020, Blaðsíða 110
út frá kenningum um siðfár. Það felur í sér að einhver hópur og hegð -
un hans, í þessu tilfelli ungra stúlkna, er gerð tortryggi leg, sögð ógna
þjóðinni til dæmis, og umræðan er lögð til grundvallar því að refsa
hópnum harkalega. Hafdís hefur kallað eftir því að íslenska ríkið
gangist við ranglátri framkomu sinni við viðkvæman hóp borgaranna
á stríðsárunum og hefur það ákall hennar veitt mér mikinn innblástur
við mínar rannsóknir.4 Bára Baldursdóttir hefur einnig skrif að um
ástandsrannsóknirnar í samhengi við sögulegt rétt læti og meðal ann-
ars velt því fyrir sér hvort reglur um persónuvernd hafi komið í veg
fyrir að raddir kvennanna og stúlknanna sjálfra fengju að heyrast.5
Sú staðreynd að afskipti ríkisins af ástandinu voru að miklu leyti
afskipti af hegðun og lífi ungra stúlkna vakti hjá mér spurningar um
hvort þessi inngrip hefðu verið eða hefðu átt að vera barnaverndar-
mál. Með því að skoða lög um eftirlit með ungmennum og fram-
kvæmd þeirra og bera saman við eldri barnaverndarlög á Íslandi
sem og erlendar heimildir er ljóst að hægt er að líta á ástands stúlk -
urn ar sem vandræðaunglinga eða öllu heldur gefa viðbrögð ís -
lenska ríkisins til kynna að litið hafi verið á ástandsstúlkurnar sem
vandræðaunglinga. Sú afstaða getur ef til vill skýrt ákvarðanir sem
teknar voru í tengslum við framkvæmd laga um eftirlit með ung-
mennum og þá tog streitu sem myndaðist á milli barnaverndarsjón-
armiða og refsisjónarmiða í þeirri framkvæmd.
Hvað er vandræðaunglingur?
Vandræðaunglingur eða afbrotaunglingur (e. juvenile delinquent) er
hugtak sem er notað til að skilgreina og auðkenna ungt fólk sem
hefur komist í kast við lög eða reglur samfélagsins sem viðkomandi
unglingur tilheyrir. Í þessari grein mun ég notast við þýðinguna
agnes jónasdóttir108
Sigríði Th. Erlendsdóttur sagnfræðingi. Ritstj. Anna Agnarsdóttir o.fl. (Reykjavík:
Kvennasögusafn Íslands 2001), bls. 301–317; Bára Baldursdóttir, „Kynlegt stríð.
Íslenskar konur í orðræðu síðari heimsstyrjaldar“, 2. íslenska söguþingið 30. maí́–
1. júní 2002. Ráðstefnurit I. Ritstj. Erla Hulda Halldórsdóttir (Reykjavík: Sagn -
fræðistofnun, Sagnfræðingafélag Íslands og Sögufélag 2002), bls. 64–74.
4 Hafdís Erla Hafsteinsdóttir, „„Hún var með eldrauðar neglur og varir, en að
öðru leyti ekkert athugaverð í útliti“. Skjalasafn Ungmennaeftirlitsins og ímynd
ástandsstúlkunnar“, Saga LV:2 (2017), bls. 53–86.
5 Bára Baldursdóttir, „Ástandsskjölin, persónuvernd og sögulegt réttlæti“, Saga
LVII:2 (2019), bls. 42–50.
Saga vor 2020.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 22.4.2020 14:44 Page 108