Saga - 2020, Blaðsíða 189
vafalítið að vísa til þessa. Þó má vera að þetta sé dómur höfundar og SA um
endurreisnarstarf ríkisstjórnarinnar?
Kaflinn Upp úr öldudalnum nær til áranna 2011–2013. Efnahagslífið var
á uppleið og í maí 2011 var gerður kjarasamningur til þriggja ára. Fyrirsögn
undirkafla á bls. 76, „Ekki staðið við fyrirheit“, vísar til þess að í maí 2011
voru kynnt tvö frumvörp um breytingar á stjórn fiskveiða. SA, LÍÚ og Sam -
tök fiskvinnslustöðva sögðu þær ganga þvert á yfirlýsingar ríkisstjórnar -
innar um að skapa sjávarútveginum góð rekstrarskilyrði til langs tíma.
Lögin myndu kollvarpa starfandi fyrirtækjum. Fyrirsögnin og „tónninn“ í
framsetningu höfundar endurspegla vel hvernig hann tekur ávallt afstöðu
með SA.
Næstu þrír kaflar fjalla um tímabilið 2013–2016. Stjórnarskipti urðu
vorið 2013 og um þær mundir hafði fjölgun ferðamanna gerbreytt efnahag
landsins. Hugur margra stóð til að bæta gerð kjarasamninga og í því augna -
miði stofnuðu stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins Samstarfsnefnd um
launaupplýsingar og efnahagsforsendur samninga, SALEK. Til stóð að taka
upp ný vinnubrögð við gerð samninga að norrænni fyrirmynd. Litið var svo
á að kjarasamningar til eins árs frá 1. janúar 2014 væru áfangi á þeirri leið. Í
stjórnmálum var einnig „að rofa til“ að dómi höfundar. „Menn væntu stjórnar -
skipta og stefnubreytingar í landsmálum í kjölfar alþingiskosninga í lok
apríl. Það gekk eftir, stjórnarflokkarnir biðu afhroð í kosningunum og
misstu meirihluta sinn á þingi.“ (bls. 83).
Erfiðlega gekk að innleiða SALEK. Í lok mars 2014 sömdu ríkið og sveitar -
félögin við opinbera starfsmenn um meiri kauphækkanir en fólk á almenna
markaðnum hafði fengið. Fámennir hópar náðu líka meiru til sín, flugmenn
og flugvirkjar. ASÍ taldi þá ljóst að SALEK væri að fara út um þúfur. Aftur
gerðu SA samninga á almenna markaðnum árið 2015 sem leiðréttingu
vegna opinbera geirans en í kjölfarið úthlutaði gerðardómur BHM og hjúkr-
unarfræðingum enn meiri hækkunum. Og í október 2016 fengu alþingis-
menn og ráðherrar 35–44% hækkun ofan á 7,15% hækkun launþega. Þetta
varð til þess að SALEK var sett í biðstöðu um óákveðinn tíma.
Í 12. kafla, Á krossgötum, er fjallað um árin 2016–2019. Mikið góðæri í
efnahagsmálum vó upp á móti óvissunni og óróanum innan launþegasam-
takanna og almennt í þjóðfélaginu. En um mitt ár 2018 fór að gæta kólnunar
í hagkerfinu og um svipað leyti komust róttæk öfl til áhrifa innan launþega-
samtakanna. Höfundur heldur því fram að róttæklingarnir spili á miklar
brotalamir á vinnulöggjöfinni og vantraustið sem enn sé til staðar eftir hrun.
Efnahagslífið hefði getað farið fram af hengibrúninni en með lífskjarasamn-
ingnum 3. apríl 2019 var tryggður friður.
Í 13. kafla, Árangur og áhrif í 20 ár, er starfstími SA 1999–2019 gerður
upp og metinn. Þar er um samantekt fyrri kafla að ræða. Á eftir henni, sem
í raun eru eiginleg sögulok, er bætt við 14. kaflanum, Lífskjarasamningurinn
2019–2022. Um er að ræða marklausan „kafla“, átta feitletraðar línur um
ritdómar 187
Saga vor 2020.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 22.4.2020 14:44 Page 187