Saga - 2020, Blaðsíða 124
Hugmyndin um kvenlögregluþjón sem lausn við ástandsvand-
anum kom upp nokkru áður en lög um eftirlit með ungmennum
urðu að veruleika, til dæmis í þeirri grein sem áður hefur verið vitn -
að til á kvennasíðu Þjóðviljans. Þótt stúlkurnar væru ekki fordæmdar
var þar mælt fyrir því að aukið eftirlit og kvenlögregluþjónar gætu
haft jákvæð áhrif á ástandið.38
Nýtt kvennablað birti grein hinn 1. október 1940 um að fyrirhugað
væri að ráða tvær konur í lögreglulið Reykjavíkur og var greininni
ætlað að skýra mikilvægi þeirrar aðgerðar. Þar var bent á að lengi
hefði verið barist fyrir kvenlögregluþjónum vegna þess að konur í
lögregluliðinu hefðu annað hlutverk en karlmennirnir. Hlutverk
lögreglukvenna væri fremur að standa fyrir forvörnum gegn glæp-
um en að handsama þá sem þegar höfðu framið glæpi.39 Í því sam-
hengi segir greinarhöfundur frá því sem hún telur alvarlegasta
viðfangsefni kvenlögreglunnar, siðferðismál í sambandi við ungar
stúlkur. Hún skrifar:
[O]ft eru þetta hálfgerð börn, sem lent hafa í slæmum félagsskap, og af
glópsku eða misskilinni æfintýralöngun eru að eyðileggja framtíð sína.
Hér getur kvenlögregla unnið ómetanlegt gagn. Í stað þess að hin unga
stúlka er neydd til að hlíta nákvæmri yfirheyrslu bráðókunnugs karl-
manns um þau mál, sem henni eru viðkvæmust, og sem oftast mun þá
skipa henni strax í flokk vændiskvenna, getur lögreglukonan með
skiln ingi og samúð leitt henni fyrir sjónir hina miklu siðferðislegu og
heilbrigðislegu áhættu, sem hún stofnar sér í.40
Kvenlögreglan sé því nauðsynleg til þess að hægt sé að bjarga stúlk-
um sem staddar eru á villigötum fremur en að dæma þær sem
vændiskonur. Það vekur samt sem áður athygli að í þessari grein
virðist aðeins gert ráð fyrir tvenns konar mögulegum viðbrögðum
af hálfu hins opinbera. Annars vegar er það að afvegaleiddar stúlk -
ur séu yfirheyrðar sem vændiskonur af karlkyns lögregluþjóni og
hins vegar að þeim sé bjargað af kvenlögregluþjóninum sem af
næmni og skilningi leiðir hana aftur á rétta braut. Í raun var þó
þriðja leiðin möguleg, í það minnsta í tilfelli stúlkna undir 16 ára
aldri, en það var að barnaverndarnefnd hlutaðist til um aðstæður
agnes jónasdóttir122
38 ÁJ, „Hver á sökina?“, Þjóðviljinn 20. júlí 1940, bls. 2–3.
39 MJK, „Konur í lögregluliði Reykjavíkur“, Nýtt kvennablað 1. október 1940, bls.
1–2.
40 Sama heimild.
Saga vor 2020.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 22.4.2020 14:44 Page 122