Saga - 2020, Blaðsíða 37
hefðu töglin og hagldirn ar í fræðilegri útgáfu og þar með einnig
gríðarleg áhrif á alla þekk ingar framleiðslu. Árið 2015 var stærstur
hluti allra helstu fræðitímarita heimsins gefinn út af forlögum í eigu
fimm fyrirtækja sam steypa: Reed Elsevier, Sage, Springer, Wiley-
Blackwell og Taylor and Francis. Saman gáfu þær út um 49% af
öllum fræðigreinum og 55% af öllum fræðitímaritum í hugvísindum
árið 2013, samanborið við 5–12% allan níunda og tíunda áratug tutt-
ugustu aldar.6 Hagn aðar prósenta þessara fyrirtækja á ársgrundvelli
hljóðaði upp á allt að 40% sem var að miklu leyti tilkomin vegna
opinbers fjár sem stóð nær alfarið straum af vinnu rannsakenda, rit-
stjóra og ritrýna við útgáf una. Sú vinna var síðan seld aftur til
háskólanna í gegnum háskólabókasöfn í formi tímarita en verðið á
þeim hækkaði að meðal tali um 167% á árunum 1996–2005, þegar
vefvæðing tímarita stóð sem hæst.7
Ég ætla þó ekki að dvelja við kapítalíska tækifærismennsku á
fræðilegum útgáfumarkaði heldur að gera annars konar gagnrýni
að meginviðfangsefni mínu. Sú lýtur að þeirri íhaldssemi sem felst
í samtvinnun matskerfanna tveggja, háskóla annars vegar og tíma-
rita hins vegar, og hvernig þau eiga stóran þátt í jaðarsetningu fólks,
landa og þekkingar innan alþjóðavæddrar akademíu sem hefur þar
með áhrif á stöðu íslensks fræðafólks, ekki síst í hugvísindum.
Það eru margvísleg dæmi um hvernig þessi kerfi standa vörð
um ríkjandi ástand og koma í veg fyrir breytingar sem miða að jafn-
ari skiptingu fjármagns og virðingar innan fræðasamfélaga. Hér
ætla ég aðallega að fjalla um þrennt. Í fyrsta lagi hvernig uppröðun
tímarita á grundvelli meintra áhrifa (e. impact) hampar íhalds söm -
um tímaritum á kostnað jaðartímarita sem þó hafa gegnt mikilvægu
hlutverki í sköpun nýrrar þekkingar. Í öðru lagi hvernig kerfin
styrkja í sessi hefðbundinn valdastiga kynja, húðlitar og uppruna
innan akademíunnar. Í þriðja lagi hvernig þau viðhalda eins konar
síðnýlendustefnu sem jaðarsetur fræðimenn og þekkingu sem á
uppruna að rekja til samfélaga utan Vesturlanda.
gagnagrunnar og sagnfræðirannsóknir 35
6 Vincent Larivière, Stefanie Haustein og Philippe Mongeon, „The Ologopoly af
Academic Publishers in the Digital Era“, Plos One 10:6 (2015), bls. 1–15, einkum
bls. 4.
7 Thomas Reuter, „New Hegemonic Tendencies in the Production of Knowledge:
How Research Quality Evaluation Schemes and the Corporatization of Journals
Impact on Academic Life“, Journal of Workplace Rights 16:3–4 (2011–2012), bls.
367–382, einkum bls. 377.
Saga vor 2020.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 22.4.2020 14:44 Page 35