Saga - 2020, Blaðsíða 84
inga um ákveðna hópa gat komið að gagni í áróðursskyni, jafnt
erlendis sem heima fyrir. Þeir gerðu sér til dæmis ljósa grein fyrir að
ólíkir miðlar náðu til ólíkra hópa og þannig var hægt að stýra áhrif-
um þeirra upplýsinga sem þeir sendu frá sér. Þeir Davis, MacLeish
og Sherwood voru sammála um að hugmyndin um áróður hugn -
aðist engum og af þeim sökum töluðu þeir fremur um uppfræðslu.
Þeir töldu sömuleiðis að réttur fréttaflutningur og meiri upplýsinga-
gjöf en minni væri vopn gegn fölskum og villandi fréttaflutningi
sem þeir töldu einkenna öxulveldin. Þegar kom að sköpun ímyndar
Bandaríkjanna á erlendri grundu lagði Sherwood áherslu á að styrk-
ar stoðir bandarískra innviða væru í forgrunni. Með því átti hann
við menntakerfið, menningu, lagaramma félagslega kerfisins og
verka lýðshreyfinguna.25
Justin Hart heldur því fram að seinni heimsstyrjöldin hafi skap -
að nýtt samhengi fyrir umræður um opinbert bandarískt upplýs -
inga- og kynningarstarf á alþjóðavettvangi. Embættismenn í utan-
ríkisráðuneytinu hafi gert sér grein fyrir því að átökin í Evrópu gætu
endurskilgreint menningarlegt hlutverk Bandaríkjanna. Þeir hafi
áttað sig á því að í Evrópu olli stríðið upplausn, lamaði samfélags-
legar stofnanir og skapaði óvissu og tómarúm á hinu menningar -
lega og pólitíska sviði sem Bandaríkjamenn gætu fyllt. Fyrri heims-
styrjöldin hafi átt stóran þátt í að gera Bandaríkin að efnahagslegu
stórveldi á þriðja áratugnum og mönnum virtist sem seinni heims-
styrjöldin gæti einnig stuðlað að menningarlegu og stjórnmálalegu
forræði þeirra.26 Þessi heimssýn hefur stundum verið kennd við
amerísku öldina eða „The American Century“.27 Hart telur að óþarf-
lega lítið hafi verið gert úr hlutverki OWI í fræðilegri umfjöllun um
þróun utanríkisstefnu Bandaríkjanna og opinbers upplýsinga- og
kynningarstarfs þeirra á alþjóðavettvangi.28 Á meðan embættis -
menn utanríkisráðuneytisins greindu hina nýju heimsskipan öfluðu
haukur ingvarsson82
25 Sama heimild, bls. 89–90.
26 Sama heimild, bls. 41–42.
27 „The American Century“ var yfirskrift leiðara tímaritsins Life í febrúar 1941.
Höfundurinn var ritstjóri Life, Henry Luce, en með skrifum sínum vonaðist
hann til að búa bandarísku þjóðina undir þátttöku í seinni heimsstyrjöldinni
og breytt hlutverk í alþjóðasamfélaginu. Sjá Robert Vanderlan, Intellectuals
Incorporated. Politics, Art, and Ideas Inside Hery Luce’s Media Empire (Phila delphia
og Oxford: University of Pennsylvania Press 2010), bls. 12–13.
28 Justin Hart, Empire of Ideas, bls. 71–73. Í sama streng tekur Sarah Ellen Graham,
Culture and Propaganda, bls. 3–4.
Saga vor 2020.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 22.4.2020 14:44 Page 82