Úrval - 01.12.1944, Page 4

Úrval - 01.12.1944, Page 4
2 tJRVALi þessara manna sjást að vinnu við brautina. Þeir rétta úr bakinu, meðan lestin þýtur fram hjá. Nemi lestin staðar, til að taka vatn eða kol, og gefist ferðamanninum færi á að at- huga þessa menn, þá verður honum starsýnt á þá, og hann gleymir þeim seint. Margir þeirra eru Rússar og Pólverjar. Það er eins og skipbrotsmenn lífsins séu þarna saman komnir. Það er eins og þessir menn hafi unnið í hlekkjum, og þreyta og kúgun margra kynslóða sé sezt að í andlitsdráttunum. Þeir stara á ferðamanninn tinnu- svörtum, soltnum augum, eins og þeir vildu spyrja, hvort hann hafi ekki komið við á einhverj- irm kærum stað; hvort hann hafi ekki fréttir að flytja af einhverju, sem aldrei getur úr minni liðið. Dreifðir yfir 600 mílna svæði eiga þessir menn í baráttu við ægilegan vetrarkulda og ofur- magn sumarhitans á beru grjót- inu. Vinna þeirra er hin þyngsta slitvinna, átök og mokstur. Á veturna eru þeir venjulega tveir og tveir í hverjum kofa. Það er hljótt um hið þunga skyldustarf þessara manna. En þeir halda lífæð landsins sláandi. Aldrei hefir nokkur konuhönd strokið úr þreytufellingunum í lífi þeirra þarna í auðninni, aldrei tekið til í híbýlum þeirra. Og aldrei hafa ómað þar barna- hlátrar; aldrei hefir lítil hönd klappað þar „um fölnaðan vanga“. Tómleiki og þreyta leiða þá hægt til grafar. En meðan þeir fá orkað, vinna þeir skyldustarf sitt og forða sér og ef til vill fjarlægum ástvinum frá skorti. Borgirnar duna af jólaviðbún- aði. Járnbrautarlestirnar koma inn á brautarstöðvarnar, þung- ar og þrammandi, og varpa öndinni mæðilega um leið og þær nema staðar. Þær eru komnar vestan og austan frá hafi, á harðahlaupum yfir fjöll og gegnum auðnir, yfir frjósöm akurlönd og gegnum skóga. — Fólkið á járnbrautarstöðvunum treðst og ryðst, þúsundir manna. Jólagestirnir eru að koma, ást- vinir og kunningjar úr f jarlægð. Þeir koma með jólagjafir, og jólagjafirnar bíða þeirra. — Heima fyrir er allt hreint og skygnt og fágað, þar sem efnin eru nóg. Borgirnar duna. Um- ferðin er ægileg á strætunum. Kliður hlátra og háværra radda
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.