Úrval - 01.12.1944, Qupperneq 19
Að taka saman margar bœkur, á því er
enginn endir ... — Prédikarinn.
Bókagerð.
Unnið úr „The Story of The World’s Literature"
eftir John Blacy.
I-JVER prentuð síða, sem við
* * sjáum, er, eins og þús-
undir annara síðna, sem við
höfum lesið eða ekki lesið,
hluti dásamlegs ævintýris. Það
byrjaði fyrir mörgum öldum.
Síðan sjálf, hver prentuð síða,
svört merki á hvítum pappír,
tiiheyrir mikilli sögu. Hún er
svo löng, að enginn hefir lesið
hana alia. Við vitum ekki, hve-
nær eða hvernig hún byrjaði.
Það er framhald á henni á
hverjum degi og við munum
aldrei sjá fyrir endann á henni.
Mannkynið er höfundur þess-
ara miklu sögu.
Við, sem nú erum á lífi, er-
um lifandi hluti sögunnar. Við
skulum hverfa snöggvast aftur
í tímann og hefja förina þaðan,
sem við stöndum nú.
Við horfum á prentaða síðu.
Það höfum við gert svo oft, að
við nemum ekki staðar til að
hugsa um það. Blað eða tíma-
rit er borið heim til okkar og
við borgum nokkrar krónur
fyrir það. Við getum keypt bók,
eitt af snilldarverkum heims-
bókmenntanna, og til þess þarf
oft ekki háa upphæð, eða feng-
ið hana lánaða í bókasafni fyr-
ir sama sem ekkert. Okkur
finnst þetta sjálfsagður hlutur
og erum hætt að furða okkur á,
að þetta skuli vera hægt. Samt
sem áður er þetta dásamlegt!
Fyrst skulum við hugleiða
iðnframkvæmdirnar, sem eru
tengiliðir milli höfundar og
lesanda. Prentvélin er höfuð-
undrið og hefir sennilega haft
meiri áhrif á nútímamenningu
en nokkur önnur uppfinning.
Áður en prentvélin fer í gang
hafa málmstafir verið settir
saman, annað hvort með hönd-
unum eða setningarvélum, sem
nú er algengast; þær eru svo
fullkomnar, að því er líkast sera
þær hugsi sjálfar, þótt reyndar
þurfi kunnáttumenn til að
3