Úrval - 01.12.1944, Qupperneq 20
18
tJRVAL
vinna við þær. Pappírsverk-
smiðjurnar hafa breytt trjám
eða tuskum í pappírsarkir.
Arkimar þjóta gegnum prent-
vélina og koma við svertu-
smurða stafina. Bókbindararn-
ir brjóta og hefta arkirnar og
klæða þær í pappírs-, lérefts-
eða leðurkápu. Og innan fárra
daga er bókin komin í hendur
lesandans.
Nú skulum við hverfa tiltölu-
lega stutt aftur, til þeirra tíma,
þegar engin hraðpressa var til;
þegar prentunin, eins og aðrar
iðnir, var unnin með höndunum
einum. Á þeim dögum voru
gerðar fallegar bækur, að vísu
ekki fegurri en hægt er að gera
nú, en að einu leyti stóðu þær
framar flestum bókum vorra
tíma: pappírinn var venjulega
betri, gerður úr hörtrefjum.
En mestur hluti þess pappírs,
sem nú er notaður, er trépapp-
ir, með sterkum sýrum, sem
gulnar fljótlega og er hætt við
að krumpast. Verndun bók-
mennta nútímans, og að miklu
leyti eldri tíða, byggist á stöð-
ugri endurprentun. Og þær
bækur, sem eru uppseldar og
ekki endurprentaðar, eru að
mestum hluta ekki þess verðar
að varðveitast, þótt sennilega
fari sumt ómetanlegt forgörð-
um á þennan hátt.
Það er vert að minnast þess,
að öllum endurbótum fylgja
einhverjir ágallar. Þeir sem
prentuðu með handpressum og
notuðu handunninn pappír,
bjuggu til bækur, er voru úr
varanlegra efni heldur en þærf
sem gerðar eru nú á tímum. Þó
voru margar bækur illa gerðar
áður en vélamar komu til sög-
unnar. Letrið var oft óþægi-
lega smátt af spamaðarástæð-
um og að öllum jafnaði ekki
eins hreint og skýrt og smáletur
það, sem búið er til samkvæmt
nýtízku aðferðum. Áður en
hraðpressan kom til sögunnar,
var ekki mikið framleitt af
bókum, og þær voru tiltölulega
dýrari en nú. Fáir höfðu efni á
að kaupa bækur og auk þess
kunnu ekki margir að lesa þær„
Næsta skref okkar aftur í
tímann er stærra en hið fyrra,
þó að það sé stutt í samanburði
við sögu alls mannkynsins. Við
nemum staðar á tímunum fyrir
uppfinningu prentvélarinnar.
Við fyllumst hrifningu í litlu
prentsmiðjunni hans Jóhanns
Gutenberg í borginni Mainz í
Þýzkalandi. Þar erum við hjá
föður prentlistarinnar. Það er