Úrval - 01.12.1944, Page 26
Rafeindajrœðingur skyggnist
tiu ár fram í tímann.
Rafeindin í þjónustu mannanna.
Grein úr „Maclean’s Magazine",
eftir Creighton Peet.
J>EGAR vísindamenn lærðu að
láta rafeindir hoppa gegn-
um gjarðir, yfir girðingar og
hindranir, varð til ný vísinda-
grein — rafeindafræðin. Um
leið öðluðumst við fjölda af
furðulegum tólum og tækjum,
sem hafa gerbreytt daglegu lífi
okkar, og má þar tilnefna út-
varpið. 1 náinni framtíð munum
við eignast sjónvarp, rafeinda-
hitun í húsum okkar, verksmiðj-
ur, sem vinna að heita má alveg
án mannlegs vinnuafls, og
næstum því ótakmarkaðan
fjölda af tækjum, sem gæta
munu heilsu okkar, skapa
aukið öruggi í samgöngum
á láði, legi og í lofti, og
færa okkur öllum stórauknar
tómstundir.
Enginn hefir nokkurntíma
séð rafeind, sem er næstum
óendanlega lítil eind, hlaðin frá-
lægu (negativ) rafmagni. Sex
milljón biljónir (6 með 18 núll-
um fyrir aftan) rafeinda
streyma í gegnum 100 watta
ljósaperu á sekúndu. Vísinda-
menn álíta, að í kringum hverja
frumeind snúist rafeindir, eins
og reikistjörnur í kringum sólu.
Þær eru misjafnlega margar
eftir því hvert frumefnið er.
Vatnsefnisfrumeindinni fylgir
aðeins ein rafeind, en uranium
frumeindinni fylgja 92 rafeind-
ir, enda er það þyngst allra
frumefna.
Starfssvið það, sem við mörk-
um rafeindunum, eru einskonar
rör eða lampar (tubes). Nú
þegar eru til um 750 tegundir
rafeindalampa. í viðtækinu
yðar eru ef til vill sex eða átta
mismunandi tegundir. Flestir
þeirra eru minni en eitt fet á
hæð og gerðir úr gleri. Aðrir
eru úr stáli og margfalt stærri.
Sumir eru lofttómir, en aðrir
fylltir með einhverri sérstakri
lofttegund. 1 raun og veru er
rafeindalampinn einskonar
loka eða rofi, sem settur er á
rafleiðslu. Menn greina á milli
sex aðaltegunda: