Úrval - 01.12.1944, Qupperneq 49
ÐÓMSMORÐ I SUÐURRlKJUNUM
47
þegar þessi næpuföli lögreglu-
morðingi er frá“.
Morðinginn var óneitanlega
næpufölur. Það voru sex prest-
ar með honum, þegar hann var
leiddur inn í dauðaklefann, en
hann missti stjórn á sér og
verðimir urðu að láta hann með
valdi í rafmagnsstólinn.
Ég var búinn að kríta hjá
mér það, sem með þurfti og var
að fara, þegar ég mundi, að ég
hafði skilið frakkann minn eft-
ir í ganginum hjá dauðaklefan-
um. Ég sneri við og rétt í því
kom ég auga á svartan dreng,
sem verið var að fara með inn
í klefann. Það var Roosevelt
Wilson.
í hvíta fangabúningnum var
þessi litli, hrokkinhærði ómerk-
ingur enn lítilmótlegri heldur
en í samfestingnum sinum.
Einn og vinalaus var hann á
leið í dauðann. Vikurnar, sem
hann beið eftir aftökunni hafði
enginn komið að heimsækja
hann. Augun í honum rang-
hvolfdust af skelfingu, en hann
gekk óstuddur. Ég fleygði frá
mér frakkanum og bað fanga-
vörðinn að bíða andartak.
„Er þetta ekki Roosevelt Wil-
son?“ spurði ég. Hann þekkti
mig. Ég var sennilega ennþá
eini hvíti maðurinn, sem talað
hafði vingjamlega til hans. „Jú,
það er ég. Og þú ert blaðamað-
urinn, sem var viðstaddur, þeg-
ar ég var dæmdur, er það ekki?“
Fangavörðurinn var gramur.
„Heyrðu, Huie,“ sagði hann.
„Við erum að flýta okkur. Við
eigum þrjá eftir og það er orð-
ið framorðið.“ En ég bað hann
um að taka hina fyrst og lofa
mér að tala við Roosevelt á með-
an. Hann lét undan og fór með
okkur inn í fangaklefann.
„Roosevelt, kærirðu þig um að
tala við prest áður en þú ferð?“
spurði ég.
Hann játti því og ég kallaði
á varðmann og bað hann að ná
í prest. En eini presturinn, sem
eftir var, var negraprestur, og
hann var í dauðaklefanum. Ég
fékk því lánaða litla, lúna biblíu
hjá gömlum, hvítum fanga, sem
beið dauða síns. Ég mundi ekki
eftir neinum viðeigandi kafla
úr Nýja testamentinu. Ég opn-
aði því litlu biblíuna, lézt lesa
upp úr henni og fór með fimm
síðustu versin úr tuttugasta og
þriðja sálminum. Roosevelt þuldi
þau upp eftir mér.
Ég leitaði að einhverju í
huga mér til að segja við þenn-
an negradreng. Mig langaði til