Úrval - 01.12.1944, Blaðsíða 50
48
TJRVAL
að segja eitthvað, sem gæti
veitt honuin trú, huggun og
von. Eitthvað, sem hann gæti
skilið. Að lokum sagði ég:
„Roosevelt, áður en þú ferð
þama inn, langar mig til að
segja þér dálítið. Þú ert ekki
sekur um þann glæp, sem ríkið
ætlar nú að lífláta þig fyr-
ir. Við öll, sem heyrðum sögu
þína vitum, að þú ert saklaus.
Dómarinn veit, að þú ert sak-
laus. Kviðdómendurnir vita, að
þú ert saklaus."
„Hvers vegna ætla þeir þá að
drepa mig? Guð veit, að ég
nauðgaði ekki konunni.“
„Ég veit að þú gerðir það
ekki. Við vitum öll, að þú gerð-
ir það ekki. En við gátum ekk-
ert við þessu gert.“
„Ætla þeir að drepa mig bara
af því að ég átti við þessa
konu?“
„Já, það er ein ástæðan. Og
svo er önnur meiri og miklu
ægilegri ástæða, sem ég hefi
ekki tíma til að útskýra nánar.
Það sem þú þarft að gera núna,
er að herða upp hugann. Allir
verða einhverntíma að deyja.
Þetta er ekki slæmur dauðdagi.
Þú finnur ekkert til þess.
Vertu ekki hræddur."
Hann var hugsi stundarkorn.
„Heldurðu að ég fari til himna-
ríkis?“
„Ég skal segja þér, Roosevelt,“
sagði ég „ég hefi heyrt sagt, að
fólk sem orðið hefir fyrir rang-
læti hér á jörðinni eins og þú,
og fólk, sem verður fyrir mestu
mótlæti — það sé fólkið, sem
fari til himnaríkis og fái
stærstar kórónurnar og mest
gullið. Ég held því, að þú verð-
skuldir að fá að fara þangað,
og ég trúi því, að þú munir
fara þangað.“
„Þakka þér fyrir,“ sagði
hann. Fangavörðurinn kom að
sækja hann, og hann sneri sér
við og sagði: „Viltu koma með
mér ? Það verður ekki eins.
slæmt, ef þú kemur með mér.“
Guð veit, að mig langaði ekki
að fara þangað inn aftur. Mér
verður alltaf illt af að horfa á
það. En ég kinkaði kolli. Fólk
mitt heilsar ekki negrum með
handabandi, en ég tók í hönd-
ina á Roosevelt og við gengum
fram ganginn. Gamall, grá-
hærður negraprestur slóst í
för með okkur.
Ég var hreykinn af Roosevelt
í dauðaklefanum. Hann var
hræddur, en hann missti ekki
stjórn á sér. í stólnum sneri
hann sér að okkur prestinum