Úrval - 01.12.1944, Qupperneq 62
Nú er vetur í bæ, og ekki úr vegi
að rabba dálítið —
Um skíðin mín og skíðin
Grein úr Pá Skidor 1939
eftir Osvald Sirén, prófessor.
oín
O KÍÐI—þóttíþróttatækiþessi
^ geti ekki talizt til nauð-
synja daglega lífsins, eru þau
samt svo gróin í vitund allra
þorra manna, svo umrædd og
almennt notuð af eldri mönnum
sem yngri, að vissulega eru þeir
fáir, sem ekki skilja, hvað átt
er við með hugtakinu skíði, eða
hvers konar tæki þetta eru. Af
þessum ástæðum virðist ef tii
vill óþarfi að eyða orðum að
þeim, sérstaklega þar sem ekki
verður hér komið með neinar
nýjar tillögur um gerð þeirra
eða notkun, eða neinar nýjung-
ar úr sögu skíðanna. En þó
kynni einhver að hafa gaman
af hugleiðingum þessum um
einkenni þeirra og ólíkt eðli,
sérstaklega ef sá hinn sami
hefði hrifizt af töfrum þeirra,
án þess þó að verða beinlínis að
skíðafífli.
Almennt mun vera litið svo
á, að skíði séu langar, þunnar
fjalir, með frammjórri beygju
á öðrum endanum og megi nota
fjalir þessar á góðum og
hentugum snjó. Þó er nú gerð-
ur munur á ýmsum tegundum
þeirra, svo sem gönguskíð-
um, stökkskíðum o. s. frv.,
og eru tegundir þessar ólíkar
að útliti og um efni. En í augum
þeirra, sem lítt þekkja til, eru
þau þó fyrst og fremst breiðir
meiðir eða viðsjálar fjalir,
sem menn festa á fætur sér,
til þess að nota í meira eða
minna hættulegar ferðir fram
af bröttum brekkum. Og þegar
menn svo hafa fengið sig sadda
á flakkinu og byitunum
varpa þeir skíðunum frá sér,
eins og hverjum öðrum dauð-
um hlutum, sem ekki þarf að
skeyta um, og eru þau þá oft
látin drasla í misjöfnum
geymslum, algerlega hirðuiaus.
Menn láta það ekki hvarfla að
sér, að skíðin eiga sér tilveru-
rétt, að þau eiga heimtingu á,
að hlúð sé að þeim og um þau