Úrval - 01.12.1944, Side 75
BYGGINGAMÁL FRÁ FÉLAGSLEGU SJÖNARMIÐI
73
veita manninum skjól fyrir
óblíðu náttúrunnar eða ásókn
villidýra eða manna, er fyrir
löngu svo komið, að ætlunar-
verkið er miklu víðtækara.
Mjög snemma fór maðurinn
að safna munum og tækjum
sínum í híbýli sín. Húsið varð
griðastaður, þar sem hann
fullnægði sköpunarþrá sinni.
Þar urðu ýmsar fagrar listir
til, maðurinn fór að njóta
þeirra, og vængjatak manns-
andans varð æ sterkara. Menn-
ingarhlutverk húss og heimilis
verður sízt ofmetið.
Menningarþjóð verður því að
gera tvær kröfur í þessum efn-
um, að híbýli manna uppfylli
öll heilsufræðileg skilyrði og
lágmarksskilyrði til menningar-
lífs. Mikið skortir þó á, að
þessu hvorutveggja sé full-
nægt, og ekki síður hér á landi
en annars staðar.
Ef reynt er að rekja orsakir
þess, sem er ábótavant í þessum
efnum, eru þær mjög marg-
þættir. Engin tilraun verð-
ur gerð til að rekja þær
hér, svo að tæmandi sé, en lát-
ið nægja að drepa á nokkur
atriði.
Um langt skeið bjó íslenzka
þjóðin við hörmuleg skilyrði í
húsnæðismálum. Hún var orðin
svo sljó og andlega voluð vegna.
fátæktar og harðréttis, að
heita mátti, að hún ætti enga
hugsjón í þessum efnurn né
öðrum um langt skeið. Hún
sætti, sig við hin hörmuíegustu
húsakynni, án þess að hana
dreymdi um nokkuð betra,
hvað þá meira. Síðustu manns-
aldrana, einkum þó síðustu ár-
in, hefir þetta mikið breyzt,
þótt því verði ekki neitað, að
enn séu nokkrar leifar hinnar
fornu nægjusemi fátæktarinn-
ar, sem varð að láta sér allt
lynda.
Margt hefir verið rætt og
ritað um svonefnd fátækrar-
hverfi í erlendum stórborgum,
og hörð átök hafa farið
fram um það, hvort hægt
væri að afnema þau. Því hefir
verið haldið fram í fullri alvöru,
að allar tilraunir í þá átt væru
tilgangslausar. Fólkið, sem
byggði slík hverfi, væri svo úr-
kynjað og gerspillt, að það
mundi til einskis barizt að fá
því betri húsakynni, betra um-
hverfi. En reynzlan hefir af-
sannað slíkar fullyrðingar.
Prófessor John Robertson í
Birmingham fullyrðir, að lang-
samlega mestur hluti þess