Úrval - 01.12.1944, Page 77

Úrval - 01.12.1944, Page 77
BYGGINGAMÁL FRÁ FÉLAGSLEGU SJÖNARMIÐI 75 Þetta háa verð, sem ég nefndi, nær aðeins til dýrustu verzlun- arlóða í miðbænum, en það segir sig sjálft, að sá, sem rek- ur verzlun á slíkum stað, veltir kostnaðinum af lóð og öðru yf- ir á þá, sem við hann verzla, en það þýðir, að föt, fæði og annað, sem telzt til brýnustu nauðsynja, er miklu dýrara en ella mundi og af þessu leiðir aftur, að einstaklingurinn hef- ir miklu minna fé aflögu til þess að fá sér mannsæmandi íbúð. Dýru lóðirnar eiga því sinn þátt í að hækka vöruverð- ið og flæma fátæklinga nið- ur í kjallaraholur, sem dæmdar eru óhæfar sem mannabústað- ir. Gangur málsins getur verið sá, að nýgift hjón setjist að í snoturri íbúð. Þegar fyrsta barnið kemur, annað og hið þriðja, aukast þarfirnar, að því er varðar fæði og klæði, en ekki víst að tekjurnar aukist að sama skapi, og afleiðingin getur orðið sú, að hjónin hrökklist með börnin úr snotru íbúðinni, niður í kjallaraholu, þar sem leiga er lægri, en draumur þeirra um eigin íbúð verði að engu, nema hið opin- bera tæki mál þeirra að sér. Við skulum hugsa okkur, að verið sé að selja lóð hérna í miðbænum í Reykjavík og hver fermetri lóðarinnar kosti 1200 krónur, en dæmi er til um hærra verð. Kaupandinn greið- ir með 10 króna seðlum og rað- ar þeim á lóðina. Þegar hann er búinn að telja fram féð, kemur í ljós, að lóðin er alþak- in 10 króna seðlum, svo að hvergi er bil á milli. Síðan rek- ur kaupandinn þarna verzlun, og ef nokkur er sá, að hann vilji halda því fram, að þetta hafi ekki áhrif á vöruverðið veit ég ekki, hvernig hann hyggst að rökstyðja það. En ef það er viðurkennt, að hátt vöruverð brýnustu nauðsynja hljótist af þessu, er hitt jafn- víst, að húsaleiga fyrir íbúðir verður há í húsum, sem byggð eru á dýrum lóðum, og hátt lóðaverð stendur því í vegi, að almenningur geti byggt á eignarlóðum, en verði þeirra er þó velt yfir á hann engu að síður, ýmist í vöruverði, húsa- leigu eða á annan hátt. Hér er því vandamál á ferð- inni, sem hefir mikla félagslega þýðingu, vandamál, sem flest bæjarfélög, kauptún og þorp standa andspænis, þótt mismikið kveði að. Það mun láta nærri, að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.