Úrval - 01.12.1944, Síða 78
76
ÚRVAL
um 70 kaupstaðir, kauptún og
þorp séu hér á landi. Á rúmlega
þriðjung staðanna eru allar
lóðir og lendur í einkaeign, á
öðrum rúmum þriðjung stað-
anna eru þær í opinberri eign,
en á tæpum þriðjung staðanna
eru lóðir og lendur bæði í eign
hins opinbera og einstaklinga.
Meðan svo er, að bæjar- og
sveitafélögin eiga ekki sjálf þá
jörð, sem þau standa á, verður
naumast full bót ráðin á þeim
annmörkum, sem fylgja eignar-
haldi einstaklinga á lóðum og
lendum. Hver opinber aðgerð,
sem miðar að því að hleypa
fjöri í atvinnuvegina á ein-
hverjum stað, rekst á einstakl-
inga sem þránda í götu. Ef
reist er verksmiðja, gerð höfn
eða bryggja, er orðið geti fólk-
inu á staðnum lyftistöng til
betra lífs, hækka lóðirnar í
verði, og þeim mun meira, sem
umbótin er líklegri til að vera
einhvers virði. Um leið verður
fólkinu torveldara og dýrara
að fá þak yfir höfuðið.
Ef lóð er tekin á leigu hjá
hinu opinbera, fylgir sú kvöð,
að á henni skuli byggt innan
ákveðins tíma. Engin slík kvöð
hvílir á einkaeigendum lóða.
Þeir geta beðið árum og ára-
tugum saman með óbyggðar
lóðir, beðið eftir því, að þær
verði miðstæðari og miðstæð-
ari eftir því, sem staðurinn
þenst út, svo að þær hækki í
verði með þeim afleiðingum,
sem áður var lýst. En afleið-
ingarnar eru víðtækari en drep-
ið hefir verið á.
Byggðin þenst út og útþensla
byggðarinnar kostar mikla pen-
inga. Leggja verður götur,
vatnsveitu, raflögn, skolpræsi,
síma o. s. frv. Allt kostar þetta
stórfé, sem taka verður af
borgurum samfélagsins, en
samtímis standa óbyggðar og
lítt byggðar lóðir í einkaeign
við fullgerðar götur, þar sem
búið er að koma fyrir öllum
fyrrnefndum mannvirkjum og
ekki annað eftir en að tengja
þau við húsið á lóðinni, ef
byggt yrði. Ef Reykjavíkurbær
hefði t. d. átt sjálfur alla bæj-
arlóðina, þegar stríðið skali á,
er lítill efi á, að hægt hefði verið
að komast hjá talsverðum hluta
af þeirri útþenslu bæjarins,
sem hefir átt sér stað á síðustu
árum. Þá hefðu fyrst og fremst
verið grædd kaunin á bænum
þ. e. hús hefðu risið á þeim
íbúðarlóðum, sem standa enn
óbyggðar í einkaeign við full-