Úrval - 01.12.1944, Side 86
84
tTRVAL
(,,pússa“) húsin með vélum,
sem dæla cementsblöndu á
veggina og eru margfalt af-
kastameiri en múrskeið í góðs
manns hendi.
Tæknin skapar ið.naðarmönn-
unum mikinn vanda, er þeir
verða að mæta og ráða fram
úr samstilltir og sameinaðir,
með hag félagsheildarinnar fyr-
ir augum, og það mun verða
þeim sjálfum framtíðarhagur.
En eitt er víst: þeir verða að
taka hina nýju tækni í sína
þjónustu, það er félagsleg nauð-
syn, sem ekki þarf að rök-
styðja, og það er gleðiefni, að
íslenzkir iðnaðarmenn munu
skilja þetta betur en margir
stéttarbræður þeirra víða er-
Jendis og hafa fullan hug á að
tileinka sér hana.
En þá blasir við nýtt viðhorf.
Þeir verða að læra hina nýju
tækni og fá leikni í að beita
henni, áður en hún geti komið
að fullum, félagslegum notum.
Jafnframt verður að rannsaka,
hvort hin nýja tækni stenzt
prófið í skóla íslenzkrar veðr-
áttu, áður en farið er að beita
henni í stórum stíl. Af þessu
virðist mér ljóst, að brýn nauð-
syn sé á tvennu. f fyrsta lagi
nokkurri endurskólun iðnaðar-
manna sjálfra samkvæmt kröf-
um hinnar nýju tækni, og í
öðru lagi rannsókn á því, hvað
við eigi hér á landi, með hlið-
sjón af veðráttufari og öðrum
aðstæðum. Hvorttveggja þetta
verður að gerast, áöur en haf-
izt er handa um stórfram-
kvæmdir á áætlunargrund-
velli.
Einnig verður að taka
nokkra afstöðu til þess, úr
hvaða efni skuli byggt, og dug-
ir ekki að líta á það mál ein-
göngu frá byggingafræðilegu
sjónarmiði. Ákvörðunum í því
efni verður að haga nokkuð
með hliðsjón af þróun atvinnu-
lífsins og framkvæmdum, eink-
um þó þeim, er hið opinberahef-
ir afskipti af. Skal ég skýra
þetta nánar. Ríkisstjórnin hefir
á stefnuskrá sinni stórfellda
nýsköpun atvinnulífsins og
mun því mega vænta þess, að
þróuninni verði stjórnað með
afskiptum hins opinbera. Ekki
er vitað, hvernig sú þróun verð-
ur, en hitt er víst, að fólkið
mun sækja til þeirra staða, sem
bjóða bezta atvinnu og mest
þægindi og yfirgefa þá staði,
sem veita þessi gæði í tilfinn-
anlega minna mæli. Þegar séð
yrði, hverja stefnu þróunin tek-