Úrval - 01.12.1944, Side 96
94
tJRVAL
aður, þegar úlfahópur ræðst á
sauðahjörð o. s. frv.
Það er staðreynd að til eru
aðeins tvær dýrategundir, sem
iðka hernað að staðaldri: —
maðurinn og maurarnir. Jafn-
vel á meðal mauranna er aðeins
einn flokkur, sem iðkar hernað,
af öllurn þeim þúsundum teg-
unda, sem vísindamönnum eru
kunnar. Þetta eru „uppskeru“-
maurarnir, sem hafast við á
svæðum, þar sem lítið er til
fanga yfir þurrkatímann. Þeir
safna sáðkornum ýmissa grasa
í lok þroskatímans, og geyma
þau í birgðahlöðum sínum,
neðanjarðar. Það eru þessar
vara-birgðir, sem eru orsök
styrjaldanna hjá maurunum. En
maura-styrjaldir standa aldrei
eins lengi og styrjaldir mann-
anna. Ein slík maurastyrjöld,
sem amerískur maurafræðing-
ur, að nafni McCook, gaf gæt-
ur, og gerðist í Penn Square í
miðri Philadelfíu, stóð í þrjár
vikur. Hin lengsta slíkra styrj-
alda, sem menn vita um stóð í
6y2 viku. Þetta látum vér þá
nægja um hernað, sem líffræði-
legt fyrirbrigði. Þetta fyrir-
brigði er sem sé fjarri því að
vera algengt í ríki náttúrunnar.
Miklu fremur má telja það
sjaldgæft á meðal „dýra“ jarð-
arinnar.
Hins vegar getur líffræðin
hjálpað oss á annan hátt, til að
sjá hernað frá hinu rétta sjón-
armiði. Og hernaður hefir þrá-
faldlega verið réttlættur á líf-
fræðilegum grundvelli. Þróun
lífsins, segja verjendur hernað-
ar, er komin undir baráttunnl
fyrir tilverunni. Þessi barátta
er alheims lögmál, og afleiðing
hennar eða árangur nefnir
Darwin „val náttúrunnar“, og'
afleiðing þess verður þá sú, „að
sá aðilinn lifir, sem bezt er bú-
inn“. Svo að þessari rökfærslu
sé haldið áfram, þá er hernað-
urinn sú mynd, sem „val náttúr-
unnar“ og „baráttan fyrir til-
verunni“ birtist í, þegar um er
að ræða viðskipti þjóða í milli.
Ef engar styrjaldir væri, þá úr-
kynjaðist mannkynið að því er
snertir hetjudáðir, — og ef tii
vill myndi þá engin þjóð verða
mikil.
Nú kemur það raunar í Ijós,
að hernaður er raunverulega
sérstakt gervi samkeppni ámilli
„skepna“ sömu tegundar. Og
nýrri tíma athuganir á því,
hvernig „val náttúrunnar“ ger-
ist og „baráttan fyrir tilverunni(í
fer fram við mismunandi að-