Úrval - 01.12.1944, Qupperneq 106
104
ÚRVALi
taugaaðgerðir, þar sem blæðir
stöðugt úr óteljandi háræðum,
sem eru of smáar til þess að
hægt sé að loka þeim með æða-
töngum og klemmum, er hin
svampkennda fibrinfroða límd
fyrir lekann, Blæðingin stöðv-
ast þegar í stað.
Dr. Tracy Putnam, frægur
taugalæknir við Taugasjúkra-
húsið í New York, notar nýja,
sérstaklega unna tegund af
bómull, —oxyderaö cellulose
sem bleytt er í thrombinupp-
lausn. Þessi bómull má verða
eftir inni í líkamanum eftir
uppskurð, því að hún leysist,
eins og fibrin, fullkomlega upp
1 likamsvessunum.
Fibrin hefir líka reynzt
undralyf sem lím við ágræðingu
húðar. Áður urðu læknar að
láta sér nægja að sauma húð-
ina fasta, halda henni í skefj-
um með klemmum eða jafnvel
plástri. Því var sérstökum
erfiðleikum bundið að lagfæra
þá hluta líkamans, þar sem
teygja þarf hina ágræddu húð
í ótal horn og fellingar, svo
sem á nefi eða eyrum. Nú þurfa
læknar ekki annað en að bera
thrombin á hið særða eða
brenda svæði, dýfa svo húð-
•ágræðingunum niður á fibrin-
upplausn og leggja þá síðan í
réttar skorður. Stundum þarf
alls ekki að sauma eða klemma.
Ágræðslan tekur þannig styttri
tíma, blæðingar minnka stórum
og auðveldara er að búa um
sárið. Jafnvel á mjög óþægileg-
um stöðum eins og á milli
fingranna má á þennan hátt
líma ágrædda húð.
Síðasta plasma- ,,aukaefnið“,
sem fundizt hafa not fyrir til
þessa, eru rauðu blóðkornin,
sem að rúmmáli eru urn 46 pró-
sent alls blóðsins. Þessar fram-
úr skarandi viðkvæmu frumur
leysast fljótt sundur, og áður
fyrr var þeim fleygt, þar eð
álitið var ómögulegt að not-
færa sér þær.
Dr. Warren B. Cooksey í
Detroit sá, að margir sjúk-
lingar, sem þurftu á heilblóð-
gjöfum að halda, urðu að vera
án þeirra, en á sama tíma var
daglega fleygt miklu magni af
rauðum blóðkornum. Hann fór
að leita að leið til þess að halda
þeim lifandi og reyndi að halda
þrýstingi þeirra eðlilegum í
einfaldri saltupplausn. Venju-
legt saltvatn hélt þeim lifandi í
fimm daga.
Dr. Cooksey reyndi blóð-
kornagjafir sínar á 260 sjúk-