Úrval - 01.12.1944, Page 109
KXNA EFTIR SJÖ ÁRA STYRJÖLD
107
að berjast við Japani. Það séu
hinir kommúnistísku herir í
Norður-Kína, sem halda Japön-
um í skefjum.
Engin af þessum skoðunum
felur í sér allan sannleika.
Það sem mestu máli skiptir er,
að Kínverjar eru bændaþjóð, —-
vinnulúið en þrautseigt bænda-
fólk, sem stritar á ökrunum frá
sólaruppkomu til sólarlags og
elskar jörðina og landið. Það
sem tengir þetta fólk saman, er
ekki aðeins sameiginleg tunga
og erfðamenning, heldur einnig
allsherjar fátækt og fáfræði,
sem hvergi á sinn líka meðal
vestrænna þjóða. Hin þraut-
seiga barátta Kínverja fyrir til-
verunni er sprottin af þessari
sáru neyð.
I hinni viðburðarríku sögu
Kína frá því að keisaradæminu
var steypt af stóli fyrir 30 ár-
um gætir þriggja meginafla.
Skulu þar fyrst nefndir ræn-
ingjahershöfðingjarnir — hinir
grimmu og siðlausu leiguliðsfor-
ingjar, sem rændu og rupluðu
hvar sem þeir fóru. Þeir skiptu
landinu í lénsríki, þar sem hver
„hershöfðingi" réði lögum og
lofum og beitti miskunnar-
lausri harðstjóm. Þeir leigðu
sér málalið, sem þeir héldu uppi
með ránsfeng, en í kjölfar þeirra
fór hvarvetna hungursneyð,
eymd og drepsóttir.
I öðru lagi þjóðernishreyf-
ingin. Hún byggir á gamalli kín-
verskri erfðamenningu. I hvert
skipti sem kínverskt stjórnar-
form hefir hrunið, hefir risið
upp öflug hreyfing, sem hefir
að markmiði einingu þjóðarinn-
ar. En þjóðernissinnarnir höfðu
ekki aðeins einingu þjóðarinnar
á stefnuskrá sinni, þeir voru
einnig boðberar vestrænnar
menningar í kínversku þjóðlífi.
Smátt og smátt tóku að rísa
upp skólar, járnbrautir voru
lagðar, verksmiðjur reistar og
stórar borgir risu af grunni og
nýjar stéttir sköpuðust, iðnað-
arverkamenn, skrifstofufólk,
kaupmenn, bankastarfsmenn og
kennarar.
En það er misskilningur að
halda, að þjóðernissinnarnir
hafi tileinkað sér vestrænar
hugmyndir hugsunarlaust. Eng-
inn getur skilið ástandið eins og
það er í Kína nú, ef hann gerir
sér ekki grein fyrir því hatri og
þeirri beizkju, sem menntaður
Kínverji ber í brjósti til út-
lendra fésýslumanna vegna
framkomu þeirra gagnvart hon-
um og löndum hans. I sumum