Úrval - 01.12.1944, Síða 112
110
.tJRVAL
pólitísku myrkvun, sem ríkir í
Chungking.
Menn verða að hafa dvalið
um lengri tíma í Chungking til
þess að geta gert sér grein fyr-
ir, hvernig Þjóðernissinnaflokk-
urinn hvílir eins og mara yfir
störfum og jafnvel einkalífi
hvers einasta manns í borginni.
Enginn fær að láta í Ijós opin-
berlega álit sitt um nokkurt
mál, nema með leyfi ritskoðun-
arinnar. Blöðin flytja lítið ann-
að en opinberar tilkynningar og
ómerkilegar slúðursögur. Ekk-
ert hinna alvarlegri vandamála,
svo sem hungursneyð, verð-
bólga, aðflutningsbann og utan-
ríkismál, eru rædd í alvöru og
einlægni.
I landinu eru ekki eín heldur
tvær leynilögreglustofnanir. —
Önnur starfar í þágu Hins þjóð-
iega herráðs, en hin í þágu
Þjóðernissinnaflokksins. Starfs-
menn þeirra og njósnarar eru á
hverju strái. Þó að hingað til
hafi ekki verið mikið um póli-
tískar handtökur, þá hvílir þó
starfsemi leynilögreglunnar eins
og mara yfir öllu andlegu lífi
þjóðarinnar.
Tveir bræður, Chen Li-fu og
Chen Kou-fu að nafni, ráða
ásamt klíku þeirri, sem að þeim
hefir safnast, lögum og lofum
í flokknum. Chen Kuo-fu er yfir-
maður starfsliðs í aðalbæki-
stöðvum Chiang Kai-sheks, og
hefir sem slíkur eftirlit með
öllum, sem fá leyfi til að ganga
á fund yfirhershöfðingjans. —
Yngri bróðir hans, Chen Li-fu,
er enn áhrifameiri. Sem kennslu-
málaráðherra hefir hann komið
á fót sannkallaðri ógnarstjórn í
andlegum og menningarlegum
málefnum, sem hvergi á sinn
líka nema í hinum stóru ein-
ræðisríkjum.
Chiang Kai-shek er persónu-
lega mjög tengdur þessum
bræðrum. En undir niðri logar
í flokknum brennandi hatur til
þeirra og valdaklíkunnar, sem
að þeim stendur, vegna mútu-
þægni þeirra og getu- eða vilja-
leysis til að taka vandamál
þjóðarinnar föstum tökum.
Eins og' ástandið er nú í
Þjóðernissinnaflokknum virðist
borgarastyrjöld óumflýjanleg
milli hans og Kommúnista-
flokksins. Ef Japanir yrðu ofur-
liði bornir í náinni framtíð, er
ekki ósennilegt, að Chiang Kai-
shek mundi geta sigrað heri
kommúnista á sex mánuðum.
En sigurinn yfir Japönum á
langt í land, og völd og áhrif