Úrval - 01.12.1944, Qupperneq 123
DARWIN
121
mildu handbragði. Hann hóf
ekki bitrar þrætur, en skýrði
einungis frá sínu máli, án þess
að ráðast á aðra. í rauninni
var hann hlutlaus — hann
skýrði aðeins frá staðreynd-
um. Hann vildi hvorki særa
neinn né rugla trú nokkurs
manns. „Látum hvern mann
trúa og vona eins og hann get-
ur.“ Hvað hann sjáifan snerti,
þá fannst honum það ekki að-
eins skynsamlegt heldur líka
huggunnarefni, að maðurinn
hefði risið úr villimennsku til
menningar, en ekki hrapað frá
menningu til villimennsku.
Framþróunarkenning hansvarð
grundvöllurinn að hans eigin
nýja testamenti — biblíu fram-
þróunnar mannsins.
Hann hafði samið fyrstu
drögin að framþróunarkenn-
ingunni þegar árið 1839 —
tuttugu árum áður en Uppruni
tegundanna kom út. Árið 1842
samdi hann 35 blaðsíðu pésa
eftir þessumdrögumogl884jók
hann við pésann, svo að hann
varð 230 síður. En í stað þess
að prenta handritið, hélt hann
enn áfram í fimmtán ár að
þrautprófa heimildir sínar, leita
að veilum í röksemdafærslu
sinni og gagnrýna niðurstöður
sínar. Hann var ákaflega gagn-
rýninn og var því ávalt viðbú-
inn að svara andstæoingum og
hrekja andmæli mótstöðu-
manna sinna.
Það var ekki fyrr en árið
1858 að Darwin var tilbúinn að
birta niðurstöður sínar. Og þá,
einmitt þegar hann var að ljúka.
við handritið, kom það upp úr-
dúrnum, að annar vísindamað-
ur hafði orðið honum hlut-
skarpari. Hinn 18. júní þetta
sama ár, fekk hann senda frá
vini sínum, Alfred Russel
Wallace, ritgerð um þróunar-
kenninguna, með tilmælum um
að hann gagnrýndi gildi henn-
ar. Wallace dvaldi þá á Mal-
ayaskaga. Honum var með Öllu
ókunnugt um, að Darwin hefði
líka rekist á hugmyndina um
uppruna tegundanna og að
hann hefði í kyrrþey verið að
vinna að þessari kenningu i
tuttugu ár. Og því var það í
mesta sakleysi, að hann bað
Darwin nú að kynna sig fyrir
heiminum sem upphafsmann
framþróunarkenningarinnar.
Hvað átti Darwin að gera í
þessari klípu? Ritgerð Wallaces
skýrði nákvæmlega frá þeim
niðurstöðum, sem hann hafði
sjálfur komizt að. „Ég hefi