Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1974, Page 10

Andvari - 01.01.1974, Page 10
8 JÓHANN HAFSTEIN ANDVARI hann naut ekki sérstakra vinsælda sem stjórnmálamaður í föðurhúsum Bjarna. Þó er þess að minnast, að það var einmitt Benedikt Sveinsson, sem hafði forgöngu um það, að reistur var hinn veglegi minnisvarði fyrsta ráðherra Islands fyrir framan Stjórnarráðshúsið við Lækjartorg. Bjarni Benediktsson var þegar í æsku bókhneigður, og sóttist honum námið vel. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1926 og tók lögfræðipróf frá Háskóla íslands árið 1930 með hæstu einkunn, sem þá hafði verið gefin í lagadeild. Hann stundaði framhaldsnám í stjórn- lagafræði, aðallega í Berlín, á árunum 1930—1932. Hann var aðeins tuttugu og fjögurra ára gamall, þegar hann var settur prófessor í lögum við Háskóla Islands, og er það einsdæmi, en hann var skipaður prófessor ári síðar. Hann samdi þegar í upphafi mikið fræðirit t'ísindalegs eðlis: „Deildir Alþingis“. Fylgdi það árbók Idáskóla íslands 1934—1935 og 1935—1936, en var gefið út sérstaklega í Reykjavík 1939. Þess utan samdi Bjarni Benediktsson fjölda vísindalegra ritgerða um lögfræðileg efni, sem birzt hafa í tímaritum, bæði hérlendis og erlendis. Sjálfur átti Bjarni vandað bókasafn, sem hann lagði ævinlega mikla rækt við, og var þar einkum um að ræða laga- og sagnfræðihækur, ævisögur og margs konar rit um alþjóðamál. Hann sanrdi og kennsluhækur, svo sem „Dómstólar og réttarfar", ágrip af íslenzkri stjórnlagafræði og margt fleira, sem ekki verður hér rakið, svo sem vísindalegar ritserðir í minninaarrit merkra manna, t. d. prófessoranna Einars Arnórssonar og Olafs Lárussonar og fleiri. Ég held, að menn verði mér ekki ósammála um það, að nemendur Bjarna Benediktssonar hafi talið hann góðan kennara, enda rækti hann störf sín af hinni mestu alúð. Hann var vel látinn af stúdentum og virtur hæði af þeim og samkennurum sínum. Háskóli íslands vottaði Bjarna mikinn og verðskuldaðan heiður á limmtíu ára afmæli skólans árið 1961 með því að særna hann heiðurs- doktorsnafnbót í lögum, doctor juris honoris causa. Bjarni Benediktsson var tvíkvæntur. Fyrri konu sína, Valgerði Tómas- dóttur, missti hann eftir skamma samhúð árið 1936 af barnsfararsótt. Við það sviplega andlát urðu ein fyrstu náin kynni okkar. Hann duldi mig ekki sorgarinnar, viðkvæmnin kom til dyranna, eins og hún var klædd.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.