Andvari - 01.01.1974, Qupperneq 15
ANDVARI
BJARNI BENEDIKTSSON
13
í ljós, að enginn opinber ágreiningur var um endurskoðun og uppsögn
sambandslaganna.
Nú £ór að líða að því, að Bjarni Benediktsson léti, þótt enn væri
bann ungur að árum, mikið að sér kveða í sjálfstæðismálinu. Ohætt er að
segja, að eftir 1940 bafi naumast nokkrir stórviðburðir gerzt í því né
ákvarðanir verið teknar, án þess að hann væri með í ráðurn og oft i
fararbroddi.
Llm haustið 1939 brauzt síðari heimsstyrjöldin út. Þegar bér var
komið, liafði þjóðstjórnin svonefnda nýlega tekið við völdum bér á landi.
Forsætisráðherra bennar var Hernrann Jónasson, en Stefán Jóhann Stefáns-
son fór með utanríkismál. Af hálfu Sjálfstæðismanna áttu sæti í stjórninni
þeir Ólafur Tbors og Jakob Möller. Brezka stjórnin bjóst allt eins við
því, að því er talið var, að Þjóðverjar myndu hernema Danmörku. Þetta
leiddi til þcss, að ríkisstjórn íslands fól sérfræðingum að undirbúa ráð-
stafanir, sem gera þyrfti af þeim sökum. Þegar Þjóðverjar síðar bernámu
Danmörku 10. apríl 1940', bafði ríkisstjórnin tilbúnar tillögur unr, að
bandböfn konungsvalds, meðferð utanríkismála og landhelgisgæzlu skyldu
Islendingar taka í sínar bendur, þar sem Danmörk væri bernumin, sam-
gönguleiðir milli landanna rofnar og konungi og dönskum stjórnvöldum
væri ókleift að gegna skyldum sínum gagnvart Islendingum.
Unr Jretta segir Bjarni Benediktsson í ritinu „Þættir úr ijörutíu
ára stjórnmálasögu", sem Samband ungra Sjálfstæðismanna gaf út árið
1970: l ■ |g
„Það var skoðun mín þá, og bún hefur ekki baggazt, þrátt fyrir
ýmsa gagnrýni bæði fyrr og síðar, að eftir að þetta ástand bafði staðið
nokkurn tíma, befðu íslendingar öðlazt ótvíræðan rétt til einbliða riftingar
sambandslaoanna op ákvörðunar urn niðurfellinou konungdæmis. Öum-
deilanlegt er, að Danir gátu ekki fullnægt samningnum af sinni bálfu
O 7 o O o
og vanefndu bann því. Sú vanefnd spratt að vísu af ómöguleika, en ekki
af vilja til vanrækslu, en slíkt gat engu haggað um riftingarrétt Islend-
inga, sem að sjálfsögðu urðu að sjá lífshagsmunum sínum borgið. Allt
annað mál er Jrað, að vitanlega öðluðust þeir engan bótarétt gegn Dönurn
vegna svo til kominna vanefnda."
Um þessar skýringar Bjarna Benediktssonar var nokkuð deilt þegar