Andvari - 01.01.1974, Side 57
andvari
SVEINBJÖRN SVEINBJÖRNSSON OG ÞJÓÐSÖNGURINN
55
við þessa sótugu múra hljómuðu lílca í fyrsta skipti þeir tónar, sem órjúfanlega
eru tengdir Ijóðinu. íslenzki þjóðsöngurinn varð til í þessu húsi. Þessa hefur nú
verið minnzt að verðleikum með áletraðri minningarplötu, sem fest hefur verið
á húsið. Þeir, sem hafa hrundið því verki í framkvæmd, eiga þakkir skildar.
Þeir Sveinbjörn og Matthías höfðu verið skólabræður. En aldurs- og
þroskamunur þeirra á þeim árum var svo mikill, að varla hefur þá verið um
náin kynni þeirra að ræða. En eftir það lágu leiðir þeirra saman í Kvöldfélaginu
svo nefnda, hinum merkilegu leynisamtökum menntamanna og stúdenta, sem
störfuðu í Reykjavík á árunum 1861-74. Sveinbjörn var í félaginu þá tvo
vetur, sem hann sat í Prestaskólanum, en Mattliías var ein af máttarstoðum
þess miklu lengur. I Kvöldfélaginu kom fyrst fram sú hugmynd að minnast
með nokkrum hætti þúsund ára byggðar á fslandi, og var hún á dagskrá félagsins
öðru hverju allt frá ársbyrjun 1863 og fram á þjóðhátíðarvorið 1874. Er enginn
vafi á því, að lofsöngurinn ,,Ó, guð vors lands“, sem síðar varð þjóðsöngur íslend-
inga, á dýpstu rætur sínar í þeim anda, sem ríkti í Kvöldfélaginu.
Þegar þessir gömlu kvöldfélagar hittust nú aftur, seint á árinu 1873, hafði
Sveinbjörn gefið út fyrstu tónsmíðar sínar, píanólag, sem nú er að mestu gleymt,
og sönglagið „Miranda". En honum mikluðust ekki þessi verk sín, og að sögn
Matthíasar var hann lengi tregur til að tónsetja lofsönginn, þótt Matthías eggjaði
hann til þess óspart. Má vera, að Sveinbirni hafi vaxið verkefnið í augum, því
að upphaflega mun lofsöngurinn hafa átt að verða þáttur í ljóðaflokki eða
kantötutexta. En af honurn var aldrei ort meira, svo að vitað sé.
Brýning Matthíasar hreif á Sveinhjörn að lokum. Hann samdi lagið um vet-
urinn eða vorið, hið fyrsta er hann gerði við íslenzkt Ijóð, að því er hann
sjálfur segir.
f marzmánuði frétti Sveinbjörn lát rnóður sinnar. Hún hafði andazt 8.
janúar. Þetta munu hafa verið honum þungbærar fréttir, ekki sízt ef sú tilgáta
er rétt, að skilnaður þeirra í Reykjavík rúmum fimm árum fyrr hafi ekki orðið
í fullri sátt. Um þetta leyti hefur Sveinbjörn, ef að líkum lætur, verið að semja
„Ó, guð vors lands". Ef til vill hefur hann í því verki fundið styrk í sorg sinni,
ef til vill hefur harmurinn gætt hörpu hans nýrri dýpt og lyft anda hans í nyjar
hæðir. Það eitt er víst, að lagið, sem nú var samið, tekur langt fram öllum
öðrum tónsmíðum Sveinbjörns fram að þessum tíma að reisn og andagift, og
raunar heldur það alltaf sérstöðu sinni meðal verka hans, sem þó eru mörg
°g sum ekki smá í sniðum.
Sunnudaginn 2. ágúst 1874 voru sungnar þrjár hátíðarmessur hér í Dóm-
kirkjunni, hin fyrsta kl. 8 að morgni, þá hámessa kl. 10.30 og hin þriðja kl. 2.30