Andvari - 01.01.1974, Qupperneq 84
82
HANNIBAL \'AI_OI.MAIISSON
AND \TARI
skipan, að það er mjög á valdi stjórnmála-
flokkanna, einkum hinna stærri, að
ákveða með röðun í efstu sæti framboðs-
lista sinna skipan þingsins að verulegum
hluta. Það er naumast hægt að segja, að
frambjóðendur flokkanna, sem efstu sæt-
in skipa, séu í kjöri. Það er engan veginn
á valdi kjósenda að ákveða, hvort þeir
verði þingmenn eða ekki. Þeir eru nán-
ast orðnir þingmenn síns flokks fyrir
kjördag, eða frá þeirri stundu, scm þeim
var raðað á framboðslistann.
Þctta er flokksræðisleg skipan, en eng-
an veginn lýðræðisleg.
Þá telja ýmsir það ókost á núverandi
kjördæmaskipan, 'hversu lítið kjósendur
geta um það vitað, hverjir verði uppbótar-
þingmenn og varaþingmcnn. Nógu illt sé
að verða að kjósa hóp manna upp og ofan
frá einum flokki og geta ckkert persónu-
Icgt tillit tekið í kjörklefanum. Mundi
það vafalaust verða talið til bóta af flest-
um, ef kjósandi ætti þess kost við atkvæða-
greiðsluna að tjá sig um pcrsónulegt
traust til frambjóðenda, urn leið og hann
þó tæki afstöðu til flokka. Finnist ekki
millileiðir, sem taki tillit til þessara sjón-
arrniða, mun það auka þeirri afstöðu fylgi,
að skipta beri landinu í einmenningskjör-
dæmi og hverfa frá núverandi kjördæma-
skipan með hópkosningum og hlutfalls-
kjöri.
Annars eru þcssi mál svo margslung-
in og urn þau svo skiptar skoðanir, að
cnginn skyldi ætla, að þcirn verði gerð
tæmandi skil í stuttu máli.
Hefur það og orðið að ráði í stjórnar-
skrárnefnd að láta önnur og minni ágrein-
ingsmál sitja í fyrirrúmi unr afgreiðslu,
en láta kjördæmaskipanina sjálfa bíða um
sinn.
Ymsir hafa lagt á það áherzlu á seinni
árum, að inn íi stjórnarskrána ætti að
taka víðtæk ákvæði um félagslegan rétt
þegnanna og mannréttindi, sem nú hafi
hlotið almenna viðurkenningu, en hafi
nánast vcrið óþekkt fyrir 100 árum. Þann-
ig hafa menn t. d. talið, að rétturinn til
vhmunar ætti skýlaust að vera tryggður
í sjálfri stjórnarskránni.
Er ólíklegt, að nokkur setji sig á móti
slíku, þó að fsland sé með þátttöku
sinni í alþjóðasamtökum margskuldbund-
ið innávið og útávið, og hafi auk þess með
almennri félagsmála- og mannréttinda-
löggjöf sinni skipað sér sess meðal þeirra
þjóða, sem einna lengst hafa náð á því
sviði.
Um það atriði, hvort rétt sé að láta þær
takmarkanir, sem nú gilda um kjörgengis-
skilyrði hæstaréttardómara, einnig ná til
nokkurra annarra embættisstétta í al-
menningsþjónustu, svo sem bankastjóra,
lækna og sýslumanna, eru skoðanir skipt-
ar. Og eins urn það, hvar mörk skuli
dregin. Hitt hefur lengstum verið ágrein-
ingslaust, að halda beri dómsvaldinu sem
vendilegast aðgreindu frá framkvæmda-
valdi, og þvi hafa hæstaréttardómarar ekki
kjörgengi til Alþingis.
Um það rnunu allir vera sammála, að
grundvallarlög - stjórnarskrá - skuli vera
einföld í sniðum, skýrum og sterkum
dráttum mótuð. í henni eigi dægurflug-
ur lagasctningar ekki heima, og ekki skuli
auðhlaupið að að breyta henni, nerna
fullvíst sé, að þjóðarvilji sé ótvírætt að
baki breytingunum.
Því er nú svo kveðið á, að stjórnarskrá
lýðveldisins verði ekki brcytt, neina með
samþykki á tveimur þingurn með kosning-
um á rnilli.
Hér virðist alltraustlega um hnúta bú-
ið. En samt hafa komið fram raddir um,
að til viðbótar núgildandi ákvæðum komi
áki'æði um, að stjórnarskrá og breyting-
um á henni skuli skjóta til þjóðaratkvæð-
is til lokastaðfestingar.