Andvari - 01.01.1974, Síða 91
ANDVABI
JÓNAS SNORRASON Á ÞVERÁ
89
jörðinni, þótti mest vert um kirkjuna. Hana byggði hann úr höggnum og
límdum steini, og þótti hún á þeim tíma frábær að smíði og búnaði.
Árið 1850 var Jón skipaður hreppstjóri Helgastaðahrepps, fjölmennasta
lirepps Suður-Þingeyjarsýslu með rúmlega 800 íbúum. Þá voru þar tveir hrepp-
stjórar, forsjármenn í öllum félagsmálum hreppsins. Með Jóni hafði í fyrstu
þessa forsjá Jakob Pétursson á Breiðumýri, Mála-Kobbi kallaður af almenningi,
en Bjarni amtmaður kallaði hann Kobba á Hamri í kveðskap sínum. Kobbi
þótti illa kristinn, sagði, að Móses hefði „diktað lögmálið á tófugreni á Sínaí-
fjalli". Jón taldi hann færasta úrræðamann, er hann kynntist í sveitarstjórnar-
málum, en svaraði trúleysi hans með byggingu fallegrar kirkju. Um 1875 var
sveitarstjórnarmálum skipt milli hreppsnefnda og hreppstjóra, og varð hrepp-
stjórinn þá eins konar aðstoðarmaður sýslumanns við löggæzlustörf. Þá var Jón
enn hreppstjóri Helgastaðahrepps, þar til hann lézt. Eftir það var Benedikí
sonur hans hreppstjóri, fyrst í Helgastaðahreppi, síðar í Reykdælahreppi, er
hreppnum var skipt. Árið 1903 tók Snorri bróðir Benedikts við hreppstjórastarfi
í Reykdælahreppi og síðar Jónas sonur Snorra 1928.
Svo vel sem börn Jóns á Þverá voru af guði gerð, fékk aðeins eitt þeirra,
Guðný, höfðingjasvip lians að arfi, en það er víst vegna þess, að hún gat ekki
annað. Þegar ég var barn að aldri, fannst mér, að hún mundi vera höfuðskör-
ungur sveitarinnar, en jafnframt bærist frá henni hlýja um alla sveitina. Guð-
mundur föðurbróðir minn átti fósturdóttur hennar að eiginkonu. Hann raulaði
við elzta drenginn sinn á fyrsta og öðru ári hans:
Drengmmi mínum shemmta skal
skin og sumarblíða,
ef hann skyldi upp í dal
einhvern tíma ríða.
Ég skildi þetta svo, að hann væri að vísa drengnum til Guðnýjar í Garði. Er ég
var fluttur í aðra sveit, fannst mér mest vert um vitnisburðinn, sem vesaling-
arnir hennar gáfu henni, Kobbi í Garði og Villi vitlausi, eins og þeir voru
kallaðir af almenningi. Kobbi var frændi hennar, Jóakimsson frá Árbót. Hann
hafði verið álitlegt barn, en fékk heilabólgu á barnsaldri. Þá tók frænka hans
hann að sér og sá um hann, meðan bún lifði. Eljá henni naut hann einkenni-
legs glaðklakkalegs lífsfagnaðar, cr blandaðist á undarlegan hátt saman við
æviraun hans, og því var líkast sem næmar barnsgálur væru blandaðar í fávizku
hans. Villi var til ýmislegs vel verkfær, snjall í tilsvörum, en eins og óskiljan-
legri og þó meinlítilli brjálsemi væri ofið inn í nákvæmt raunsæi. Oft var hann
þangað kallaður, er þörf var fyrir verk hans, en alls staðar var hann eirðarlaus