Andvari - 01.01.1974, Side 92
90
ARNÓR SIGURJÓNSSON
ANDVARI
til lengdar nema í Garði, og þar átti hann alltaf adrvarf, var þar lengst og oftast
og síðast. Ég minnist þeirra þessara tveggja bezt frá því, er ég fór mér til
skemmtunar í Garð, þar sem boðið var upp á álfadans við tunglsljós úti á túni
og á dans í framhúsinu, en mér dvaldist lengst við háarúm þessara félaga,
Kobba í neðra rúminu, en Villa í því hærra, er þeir lýstu veröldinni í þeim lit-
brigðum, sem við þeim blöstu, furðulega farsælum. Eins og svo margt annað,
sem fólkið í sveitinni hermdi eftir Kobba, varð fræg húskveðjan hans eftir
fóstru sína, er hann sá prjónana hennar: ,,Hver sjálfur andskotinn. Hún hefur
þá ekki lokið við sokkinn sinn.“ Honurn hafði orðið það á eins og svo mörgum
öðrum að skilja ekki í löngu lífi, hv'ersu mikið liún hafði fyrir hann gert. En
hann, fávitinn, gat sagt það, svo að allir skildu, og margir í fyrsta sinn, að ævi-
starfi er örsjaldan lokið, þó að unnið sé með prýði til 96 ára aldurs.
Elzti sonur Jóns, Benedikt, vildi ekki vera höfðingi, heldur alþýðumaður
í gegn. Hann valdi sér búfestu á smábýli, fornri hjáleigu frá Þverá, Auðnum.
Frá honum heyrðist aldrei orð um það, að hann hefði látið sér til hugar koma
að taka við föðurleifðinni, og hefði hann þó eflaust verið vel fær um það, því
að honum lék hvert verk í hendi. í þess stað varð hann, smábóndinn, höfuð-
spámaður héraðs síns og lærifaðir, kenndi héraðsbúum sínum að lesa á erlendum
málum rit um félagsfræði og félagsmál, erlendar bókmenntir og valin bók-
menntarit, kom upp bókasafni erlendra rita, gerði það að héraðseign og stýrði
því, þar til hann var 93 ára að aldri. Hann varð áhrifamestur allra sinna jafn-
aldra í héraðinu, og þaðan gætti áhrifa hans um allt land. Hann átti dætur einar
barna og veitti þeim ágæta menntun beima. Þegar hann lét af húskap nærri
sextugur að aldri og gerðist sýsluritari, fékk hann smábýlið sitt í hendur elztu
dóttur sinni, sem ýmsir töldu atgervismesta þeirra allra, og þar bjó hún til
dánardægurs fátæk alþýðukona, er kom upp níu börnum í fallega um-
gengnu heimili.
Árið sem Jón Jóakimsson á Þverá lézt, sá Jón yngsti sonur hans um Þverá og
Þverárbú með stjúpu sinni, en að því ári loknu hvarf hann til starfa í Reykja-
vík. Þá tók næstyngsti bróðirinn, Snorri, við Þverá, en hann hafði þá áður
húið á Ondóttsstöðum í Reykjadal.
Mjög brá til umskipta við búskapinn á Þverá, er Snorri tók þar við jörð og
búi. Hann var ekki mikill bóndi í augum þeirra, er kröfðust umbóta og „frarn-
fara“. Ég veit ekki, að nokkurt nýtt hús hafi verið byggt á Þverá í 34 ár, sem
hann réð þar búi. En ef þar losnaði steinn í vegg, var bann þegar færður í lag, og
eins var við brugðið, ef brestur sást í stoð eða raftur bilaði undir þaki. Þannig
var öllu við haldið á snyrtilegasta hátt, húsum og jörð, og umgengni um bú-