Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1974, Page 95

Andvari - 01.01.1974, Page 95
ANDVARI JÓNAS SNORRASON Á ÞVERÁ 93 það, sem talið var að hann hefði sagt við Jón son sinn: „Ég reyni elcki að sannfæra þig, Jón, því að guð getur það ekki og andskotinn er langsamlega löngu hættur að reyna það.“ Eitt var það reyndar, sem öllum kom saman um, að sameiginlegt væri með þeim bræðrum Benedikt og Snorra: Þeir blótuðu allra manna mest, og þeirra blót var með alveg sérstökum svip: það hljómaði oftast líkast englarödd. Svo mjög var þetta áberandi, að þegar hermikráka á Húsavík, Helgi Flóentsson, gerði það fólki til skemmtunar að herma eftir helztu forystumönnum Þingey- inga, hvað þeim yrði að orði, er þeir kæmu til himnaríkis, þótti honum sjálf- sagt, að þeir bræður kæmu þangað blótandi. Eftir Snorra var hermt: „Nú, hver sjálfur andskotinn. Er þá ekki Bensi bróðir hér?“ Sjálfsagt þótti að leggja bæði fögnuð og bróðurást í blótsyrðin, þegar hermt var eftir. — Við, sem yngri vorum, skildum þessi blótsyrði eins og skaplausan barnsvana, líklega heimilisvenju frá Þverá, því að einnig var mikið blótað í Garði, einkum af Kobba frænda þeirra Þverármanna, og í Vallakoti. Eléldum við helzt, að oddviti og símstjóri okkar Reykdæla hefði sótt heimilisvenjuna frá Þverá með konunni. Mér skildist það ekki lengi, að nokkur eðlismunur væri á því, þegar ég bölvaði í vonzku og blótsyrðum þeirra gömlu Þverárbræðra, er virtust blóta sér til ánægju. En á góðri stundu skildi ég allt í einu þennan mikla mun, og það á ég oddvitanum í Vallakoti að þakka. Hann talaði oft um „forkostulegan andskota", aldrei af óblandaðri vonzku, en þó af skapsmunum eins og hann stæði öndvert heimsk- um og leiðinlegum andstæðingi. Ég heyrði Benedikt og Snorra aldrei blóta slík- um orðum og hugði því upphaf þessa orðtaks tímabundið og reiknaði mér til gamans, hvenær oddviti vor hefði einkum verið á Þværá. Það var á Þjóðliðs- árunum. Þá skildist mér, að þingeyska uppreisnin á 19. öld var ekki aðeins gegn stjórnmálakúgun og illri verzlun, heldur einnig gegn þeirri Lútherstrú, sem boðuð hafði verið af predikunarstól kirkjunnar fram til þess tíma, trúnni á óbætanlega erfðasynd, sem aðeins var unnt að halda í skefjum með ógnun djöfuls og helvítis og trú á drauga. I stað þess tóku ólærðir alþýðumenn eins og Benedikt á Auðnum að boða trú á betra líf, ef menn vildu og þorðu að vinna fyrir því og fyrir það. Og í augum þessara nýju spámanna var sjálfur djöfullinn eins og skrýtinn ljótur karl, sem aðeins var til að hræða börn og unnt var að kveða niður og jafnvel hafa gaman af, eins og þegar Sæmundur fróði var og hét, og þá var bezt að tala glaðlega um hann til að eyða óttanum. Þetta gerðu menn að vísu misjafnlega eftir upplagi sínu og eftir því sem á stóð. En þegar baráttan var hörðust og af mestu kappi sótt fyrir það, er koma skyldi, var and- staðan gegn sjálfstæði þjóðarinnar þó ekki meira en „forkostulegur andskoti“.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.