Andvari - 01.01.1974, Qupperneq 95
ANDVARI
JÓNAS SNORRASON Á ÞVERÁ
93
það, sem talið var að hann hefði sagt við Jón son sinn: „Ég reyni elcki að
sannfæra þig, Jón, því að guð getur það ekki og andskotinn er langsamlega
löngu hættur að reyna það.“
Eitt var það reyndar, sem öllum kom saman um, að sameiginlegt væri með
þeim bræðrum Benedikt og Snorra: Þeir blótuðu allra manna mest, og þeirra
blót var með alveg sérstökum svip: það hljómaði oftast líkast englarödd. Svo
mjög var þetta áberandi, að þegar hermikráka á Húsavík, Helgi Flóentsson,
gerði það fólki til skemmtunar að herma eftir helztu forystumönnum Þingey-
inga, hvað þeim yrði að orði, er þeir kæmu til himnaríkis, þótti honum sjálf-
sagt, að þeir bræður kæmu þangað blótandi. Eftir Snorra var hermt: „Nú, hver
sjálfur andskotinn. Er þá ekki Bensi bróðir hér?“ Sjálfsagt þótti að leggja bæði
fögnuð og bróðurást í blótsyrðin, þegar hermt var eftir. — Við, sem yngri vorum,
skildum þessi blótsyrði eins og skaplausan barnsvana, líklega heimilisvenju frá
Þverá, því að einnig var mikið blótað í Garði, einkum af Kobba frænda þeirra
Þverármanna, og í Vallakoti. Eléldum við helzt, að oddviti og símstjóri okkar
Reykdæla hefði sótt heimilisvenjuna frá Þverá með konunni. Mér skildist
það ekki lengi, að nokkur eðlismunur væri á því, þegar ég bölvaði í vonzku og
blótsyrðum þeirra gömlu Þverárbræðra, er virtust blóta sér til ánægju. En á góðri
stundu skildi ég allt í einu þennan mikla mun, og það á ég oddvitanum í
Vallakoti að þakka. Hann talaði oft um „forkostulegan andskota", aldrei af
óblandaðri vonzku, en þó af skapsmunum eins og hann stæði öndvert heimsk-
um og leiðinlegum andstæðingi. Ég heyrði Benedikt og Snorra aldrei blóta slík-
um orðum og hugði því upphaf þessa orðtaks tímabundið og reiknaði mér til
gamans, hvenær oddviti vor hefði einkum verið á Þværá. Það var á Þjóðliðs-
árunum. Þá skildist mér, að þingeyska uppreisnin á 19. öld var ekki aðeins
gegn stjórnmálakúgun og illri verzlun, heldur einnig gegn þeirri Lútherstrú,
sem boðuð hafði verið af predikunarstól kirkjunnar fram til þess tíma, trúnni
á óbætanlega erfðasynd, sem aðeins var unnt að halda í skefjum með ógnun
djöfuls og helvítis og trú á drauga. I stað þess tóku ólærðir alþýðumenn eins og
Benedikt á Auðnum að boða trú á betra líf, ef menn vildu og þorðu að vinna
fyrir því og fyrir það. Og í augum þessara nýju spámanna var sjálfur djöfullinn
eins og skrýtinn ljótur karl, sem aðeins var til að hræða börn og unnt var að
kveða niður og jafnvel hafa gaman af, eins og þegar Sæmundur fróði var og
hét, og þá var bezt að tala glaðlega um hann til að eyða óttanum. Þetta gerðu
menn að vísu misjafnlega eftir upplagi sínu og eftir því sem á stóð. En þegar
baráttan var hörðust og af mestu kappi sótt fyrir það, er koma skyldi, var and-
staðan gegn sjálfstæði þjóðarinnar þó ekki meira en „forkostulegur andskoti“.