Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1974, Page 99

Andvari - 01.01.1974, Page 99
ANDVAHI JÓNAS SNORRASON Á ÞVHRÁ 97 Leiðir okkar Jónasar lágu ekki mikið saman næstu árin eftir þessa öræfa- göngu okkar. Ég leitaði mér menntunar að mjög miklu leyti að heiman og hafði þar á eftir umsvifamikil störf, sem kölluðu á hug minn allan, og við þau ieitaði ég mér aðstoðar annarra manna en Jónasar. En allt í einu vorum við setztir að hvor sínum megin við heiðina, sem skildi bústaði okkar, ég sem skólastjóri, hann sem bóndi og hreppstjóri á föðurleifð sinni. Ekki urðu skipti okkar þó mikil, því að verkefni okkar mættust að litlu einu, þó vissum við vel hvor um annan, og hann vissi þó að ég held rneira um mig. Hann tók þann hátt upp, er hann varð hreppstjóri (og líklega var hann eitthvað byrjaður á því áður) að gera því nær öll framtöl til útsvars og skatts fyrir hreppsbúa, svo sem það væri skyldustarf hans. Þetta varð til þess, að ég reyndi ekki að gera framtal mitt öðruvísi en að fyrirsögn hans, og því vissi hann allt um fjárhag minn og fjárreiður. Samkvæmt því, sem ég frétti af þessu starfi hans, sýndu því nær allir honum sömu þægðina og ég við aðstoð hans, enda var hann kappsamur að gera grein fyrir máli sínu, ef menn litu öðruvísi á en hann. Eina sögu heyrði ég þó um ofurlítíl undanbrögð. Miðaldra ekkja úr Reykjavík kom gestur til ein- búa á jörð nokkurri í sveitinni. Henni leizt svo á, að það væri verkefni við hæfi að taka ofurlítið til hjá honum. Er hún hafði verið þarna í þrjú ár og eignazt barn með bóndanum, sýndi hreppstjóri henni eyðublað til framtals og spurði, hvort eigi væri ástæða til að lylla í eyðurnar. Þá reis bóndi úr sæti og sagði slíks ekki þörf, „því að hún er gestur hér“. „Þetta kalla ég mikla gestrisni," sagði hreppstjóri og lét málið niður falla að sinni. Jónas tók við búinu á Þverá með hræðrum sínum Páli og Jóni vorið 1928. Búið taldist vera félagsbú þeirra allra. Jón andaðist 1945, en Páll 1965. Allir voru þeir bræðurnir ókvæntir, er þeir tóku við búinu, og kvæntist hvorugur þeirra, Jón eða Páll. En Jónas kvæntist frændkonu sinni frá Auðnurn, Höllu Jónsdóttur (og Herdísar Benediktsdóttur). Eftir það önnuðust þau hjónin heimilishaldið á Þverá. Þau eignuðust sjö börn á næstu ellefu árum, fyrst þrjár dætur, Aðalbjörgu, Hildi og Sigrúnu, svo fjóra sonu, Snorra, Jón, Áskel og Pál. Páll hefur verið sjúklingur, síðan hann var þriggja ára, fékk þá ólæknandi heilabólgu, og hafa foreldrar hans annazt hann heima. Hin börnin nutu farkennslu á fræðsluskyldu aldri og öfluðu sér menntunar heima með að- stoð foreldra sinna. Þó að jarðabætur hefðu litlar verið urn þriðjung aldar, var jörðin enn sem áður vel til búskapar fallin og efnahagurinn sæmilegur. Fyrstu ár búskaparins fóru einkum til þess að færa til framtíðarhorfs, en þar á eftir voru samfelld kreppuár 1930—1939. Hjónin, sem byrjuðu búskap sinn og heimilishald með draumum um að byggja jörðina upp að nýju, urðu því að 7
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.