Andvari - 01.01.1974, Síða 110
108
BJÖRN SIGFÚSSON
ANDVARI
ckplan 1970 og alla stund síðan, heldur
að engan veg stóð í valdi landsins að hafa
áhrif á framvindu málsins. Reykjavíkur-
þingiS samþykkti af N-ráðs hálfu að
stofna nú Nordek, cn fyrirvarar Dana og
Finna um þá hindrun, sem tollmála- og
stjórnmálasambönd hvors ríkis um sig
kynnu að reynast, við EC í fyrra tilfellinu,
Rússa í finnska tilfellinu, komu þó sam-
stundis fram, og leiddu þær aðstæður til
þess, að á vori og sumri 1970 varð að
leggja Nordekplanið í frysti. Samtímis
inngöngu Danmerkur í EC þóttu líkur
á því 1972, að Noregur gengi í EC einnig,
en þjóðaratkvæðagreiðsla kom í veg fyrir
það, sem kunnugt cr. Þó Finnlandi væri í
Moskvu forboðið að ganga í hvort sam-
bandið scm væri, hvatti stjórn 'þess a. m.
k. Skandinavíuskagann (1970) til að fram-
kvæma Nordekhugmyndina samt.
Engra auðsærra sveiflna hefur gætt í
afstöðu sænskra flokksleiðtoga til Nord-
ekhugmynda, frá því er Noregur felldi
að ganga í EC og bæði ríkin náðu samn-
ingum við EC um iðnaðarvörutolla og
flcira. Viðkvæði Svía er, að á þeirn hafi
„planið“ frá 1970 enn ekki strandað og
nú skuli hægt farið í sakirnar, unz orku-
pólitík Norðmanna, eins og hún verður
um 1980, sé fullmótuð, enda stangast í
bili stefnur þcirra granna út af auðlinda-
lögsögu á hafi, án þess Svíþjóð hafi cnn
bundið sig við EC-kröfurnar þar.
Varla er hér staður né stund til frétta-
flutnings af hverju því, sem á þingum
N-ráðs gerist og bendir til, að Nordck-
hugmynd verði tekin úr frysti innan fárra
ára á ný. Margþætt eru félagsleg, lög-
samræmingarlcg og menningarörvandi
vcrkefni N-ráðs og anunu viðhaldast óskert
mcðal ríkjanna finnn, þó 2-3 úr hópnum
gcngju auk jx:ss fyrir 1980 í efnahags-
samband, sem ég þá lcyfi mér að kalla
hcfðbundna heitinu Nordck, sbr. teða
hvatning frá Finnum. Verði of lengi hik-
að við að ráðgera þetta smærra Nordek,
þrcngir framvindan valkosti aðilanna, unz
setja þyrfti hverri landsstjórn eindaga um
svör sín. Brýnt er að komast hjá að gera
þzð eða grípa til annarra hraðsamnings-
vinnubragða.
Aðdragandi að hagstjórn mun vera að
gcrast í hljóðlátum tvíhliða samningum
Norðmanna og Svía um talsvcrt sameigin-
lcgan málmnýtingar- og orkubúskap
sinn, og láta þeir í það skína, að á næsta
stigi muni þeir samningar hljóta fram-
hald á íslandi, sem boðið getur fram
mikla virkjunarmöguleika fljótar cn kjarn-
orka eða olía úr hafdjúpunum uppfylli
norrænar orkuþarfir með skaplegum
kostnaði. Stiklum á nánari atriðum: Rætt
er um gasleiðslur, einkum úr hafi um
Körmt inn til Stafangursfjarðar og þaðan
greiðustu leið til Vestfoldar, Austfoldar
og síðan um Svíþjóð, sem mun af því til-
efni þegar hafa fengið markverð keppnis-
tilboð frá Rússum um gas þeirra, leitt yfir
Finnland og Álandseyjar. Olíuleiðslur
kæmu á eftir svipaða leið og hlytu að
draga til sín iðnað og verkafólk úr nyrðri
fylkjum beggja ríkja. Stóriðjan meðfram
hvcrri leiðslu eða aðalvegi, sem kæmi
íþvert yfir Noreg og Svíþjóð, yrði í Nord-
ek mjög gerð að beggja þjóða eign
og nærð hráefnum Svía og háþróaðri
tækni. Minnt skal í framhjáhlaupi á
Nordforsk, sem trúlega mundi ummynd-
ast og vissulega margfalda mikilvægi sitt.
Starfssvið þess urðu íslcndingum kunnari
en fyrr sökum þess, að það hélt í ágúst
1974 ársþing sitt í Reykjavík.
Sé á hinn bóginn drepið á viðfangs-
cfnasvið, scm cnn er ekki vitað, að hið
smærra Nordek mundi ásælast, bcr fremst
að nefna eignarhald á sérhverju jarðnæði
og orkulind, atvinnugrcinar útvegs og
landbúnaðar. Málefni sérfulltrúa frá Á-